…því að, ég er, svo ég játi það og skrifa – sennilegast bara algjör rugludallur 🙂
Þið munið kannski eftir að ég málaði rúm inn til litla mannsins, með kalkmálningu, gasalega sætt rúm og ég var alsæl með það (sjá hér). Þar til ég setti það inn í herbergið og setti púðana á rúmið – púff, eins og fyrir töfra, rúmgaflinn hvarf!
Nú, svo ef það var ekki nóg, þá var ég að þurrka af “tréhillunni” fyrir ofan rúmið – með þvílíkum gustungi og myndarskap, að ég reif hana niður af veggnum. Ójá, Hulk á ekki séns í mig – þó hann sé grænn og glaður…
….þannig að þetta þurfti líka að laga. Listinn yfir það sem ég ætlaði að gera í herberginu lengdist stöðugt, enda snilli í að finna bæði mér og öðrum (hæ húsband) góð og gild verkefni sem þarf að ráðast í – strax!
Ég fór því í að leita að rétta rúminu, og leitaði og leitaði og fann loks og hér koma þá myndir – og í seinni pósti, nánar um þetta allt…
…ó þetta rúm, það gleður mitt hjarta svo!
Þetta er sem sé helmingur af gömlu hjónarúmi sem hefur verið sagað í tvennt. Það var reyndar töluvert öðruvísi þegar að við fengum það, en svona er það í dag – and I love it!
…og með þessa hæð á rúmgalflinum, þá er sko ekki vandamálið að vera með púðadellu og raða þeim fram og til baka…
…hillan góða er á sama stað og er nánast óbreytt – reyndar kannski mjög stútfull af dóti, en þetta er nú barnaherbergi sko…
…litli músíkmaðurinn á þennan gítar, sem ég fann einu sinni í Nytjamarkaði, og honum finnst æðislegt að glamra á´ann. Enda var Lilli Klifurmús lengi vel mesta hetjan hans…
…og svo er það þetta hérna *dææææs*
Ég keypti kommóðuna á Sölusíðu SkreytumHús (sjá hér), og hún er mikið léttari og skemmtilegri inn í herbergið en stóra dökka Malm kommóðan…
…og annað uppáhalds er þessi stafrófsmynd sem þið sjáið hérna! Þvílíkt flott og skemmtileg í barnaherbergið. Hún er ný frá henni Heiðdísi Helgadóttur (sjá hér), en hún er einmitt með stúdíó í Hafnarfirði, Strandgötunni, og svo er hægt að fá þessar myndir inni á www.petit.is.
…ég varð sko sannfærð um að þessi yrði að koma inn í herbergið um leið og ég sá hana poppa upp á fréttaveitunni hjá mér. Hún er einmitt passleg þarna inn, ekki of mikið að gerast (viss ró yfir henni), yndislegir litir og svo falleg. Alveg skotin í þessari sko ♥
…þar við hliðina er svo Góða nótt minn litli ljúfur og geggjaða uglumyndin frá henni Ellu systurdóttur minni (Instagramið hennar er hér)…
…þessi mynd er reyndar líka í miklu uppáhaldi, en þetta eru félagarnir Alli, Palli og Erlingur sem eru úti að sigla, listaverk sem litli maðurinn þæfði í leikskólanum sínum – snilld…
…svo er það þannig að litlir menn eru að stækka og stækka. Skylanders eru því orðnir mjög merkilegir og flottir. Litli kall tapaði sér því næstum í gleði þegar að góð vinkona mín kom hingað um daginn, með fullan poka af köllum, sem hennar strákur var hættur að leika með.
Það dugði því ekkert minna, en sér Skylanders-hilla…
…þessa snilldarhillu fékk ég í Rúmfó, endur fyrir löngu, og hún er pörfektó fyrir Skylander-ó.
Skellti reyndar tveimur svona trjálímmiðum í bakið, bara til þess að krútta þetta smá, því Skylanders er sko ekkert krúttað.
Þetta elskar litli kall og þarna er hann búinn að raða þessu alveg sjálfur, í einhver lið og ég veit ekki hvað og hvað…
…svo er það þessi hér, eins og ég sagði ykkur – þá er hann víst ekkert smár lengur 🙂
Hann er alsæll með “nýja” herbergið! Reyndar þá elskar hann alveg svona breytingar, skil ekkert hvaðan barnið fær þetta!
Ætla síðan að sýna ykkur nánar um rúmið, og einhver fleiri smáatriði ef ykkar langar. Endilega baunið á mig spurningum, ef einhverjar eru!
*knúsar*
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Æðislega flott eins og þín er von og vísa 🙂 Má ég spyrja hvað liturinn á veggjunum heitir?
Þetta er Gauragrár og fæst í Slippfélaginu, SkreytumHús-litur 🙂
Takk fyrir… er að leita að fallegum gráum á stelpuherbergi – ætla að fá prufu af þessum 🙂
Prufaðu líka að fá prufu af dömugráum, hann er eins og í stelpuherberginu og ofsalega mildur og fallegur 🙂
Þetta rúm er bara allt annað og miklu betra…gaman þegar svona fallegur gafl sést svona vel! Líka Skylanders-æði hjá mínum strákum (eiga leikinn)…þeir eru geymdir ofan í körfu í borðinu sem sjónvarpið stendur á. Mun skárra að hafa þá þannig þegar það þarf að nota þá þar. Myndi örugglega raða þeim upp ef þeir væru inni í herberginu.
Æðislega flott myndin af “Alla, Palla og Erlingi”….greinilega listamaður hann sonur þinn… 🙂
Takk og knús ♥
*DÆS*
Hvar fær maður svona kraft og orku til að hrista upp í strákahergi?
Mínir strákar eiga bara ruslaraherbergi og foreldra sem eru alveg að gefast upp á öllu dótinu þeirra…….
Yndislega fallegt hjá þér og ég læt mig dreyma um að gormarnir mínir eigi svona hreiður von bráðar 🙂
Æji, ég vona að þú finnir orkuna – það er erfitt þegar að manni finnst þetta óyfirstígandi en það er bara að flokka dótið, setja í kassa og finna þessu staði.
Knús á þig!
Sæl
Það er allt svo æðislega flott sem þú gerir, alveg sama hvað það er!
Mig langar svo að forvitnast, hvar keyptir þú doppótta stóru körfuna í strákaherbergið?
Á nefnilega einn 4 ára og þessi karfa myndi örugglega minnka draslið hjá honum í herberginu.
Kv. Valgerður
Takk fyrir Valgerður 🙂
Doppótti pokinn kemur frá Pottery Barn Kids – þetta eru snilldar geymslur og taka helling af böngsum – auk þess að vera fallegir!
http://www.potterybarnkids.com/shop/kids/storage/storage-canvas-storage/?cm_type=gnav
Mjög flott breyting! Mig langar svo aðforvitnadt hvaðan rúmteppið kemur? 🙂
Takk fyrir 🙂
Rúmteppið var keypt í Köben, í búð sem heitir Fakta (www.fakta.dk)
En svipað teppi fæst líka í Ilva.