æji þið vitið, hún Marta Stewart, er með alls konar gúmmelað á síðunni sinni.
Til dæmis er hún með krans með svona dúlleríi eins og ég sýndi hérna í fyrradag.
Í þetta þarf:
* kransaundirlag
* ef undirlagið er svart þá þarf að spreyja hvítt eða silfrað – kjörið væri að nýta Ikea hringina sem að margir eiga örugglega úti í skúr og eru hættir að virka.
* Ljósasería
* Dúllerísblúndur.
Gæta þarf þess að láta pappírinn/blúnduna ekki liggja við perurnar heldur að draga peruna alveg í gegn.
Marta notar blúndur í mismundandi stærðum og byrjar þá á að nota stæðstu aftast og minni framar. Þetta þarf bara að vinnast eftir auganu og efninu held ég.
En mikið afskaplega verður þetta nú fallegt – þarf ekkert endilega að vera bara jóló!
Vá hvað þetta er fallegt!Hvar fær maður svona blúndur í þetta?
Kv Sigga
Sæl Sigga,
Ég notaði bara svona bréf glasa-mottu-thingy sem að ég keypti í Húsasmiðjunni. Bara passa að láta bréfið ekki liggja utan í perunni. En sennilegast er þess vegna hægt að nota litla blúndudúka, stífaða eða eitthvað svoleiðis.
Marta notar þessa hérna – neðst á síðunni: http://www.germanplaza.com/productcart/pc/viewCategories.asp?idCategory=297