…því að stundum eru þau smá sniðug!
Sko, hér sjáið þið vönd af lágum rósum sem ég var með í stofunni.
…mjög svo fallegar og yndislegar. En, eins og þið vitið kannski – þá ákvað sólin að gera smá stopp á Íslandinu góða núna um helgina og skein því skært og rósunum varð eitthvað heitt í amsi, og enduðu svona. Greyjin…
…hér er því hugmyndin, takið rósirnar og fjarlægið öll blöð af þeim…
…byrjið síðan að raða þeim saman í vönd í hendinni, og þið hringvefjið rósirnar með því að leggja þær þannig að stilkarnir myndi indjánatjald, takist það ekki – hafið engar áhyggjur. Kúlan þarf ekki að vera fullkomin eða neitt svoleiðis, bara þétt – knúbbur við knúbb og svo að lokum er vöndurinn bundinn saman…
…þannig ertu komin með þéttan kúluvönd sem að stendur og stendur, og þornar meira að segja fallega…
…það er eitthvað fallegt við að sjá, að þó rósirnar séu í misgóðu ástandi, þá mynda þær saman eina “fullkomna” heild…
…eða fullkomlega ófullkomnar?
…í það minnsta, þetta gefur þér nokkra daga til viðbótar – sem þú getur notið rósanna, því að enginn hefur gaman af því að sjá þær með hangandi haus. En svona þéttur kúluvöndur – þýðir að það er ekki pláss til þess að hengja hausinn neitt 🙂 Sko, þetta er lexía í sjálfu sér – ein og sér þá heldur maður ekki velli, en saman í hóp – þá erum við (rósirnar) sterkari, allt með því að standa þétt saman og styðja við hvor aðra…
…og fyrir ykkur sem eruð forvitnar, þá eru þessar dásemdar könnur úr Portinu (innlit í það sést með því að smella hér) og klukkuvigtin er úr Rúmfó. Enda er líka kjörið að stytta rósirnar/blómin mikið fyrir þessa vendi og skella þeim í krukkur og könnur og önnur ílát..
…er ekki bara ágætt að fá svona smá tips pósta?
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Þetta er dásamlega fallegt 🙂
Takk fyrir frábært ráð…yndislegt þegar hægt er að heimfæra þetta á okkur konurnar líka 😉 Þarf að fara að kaupa mér rósir og prófa þetta :p
Allt sem þú birtir hér gefur gleði og er fallegt, skemmtilegt og gagnlegt. Endalausar þakkir 🙂
Já, þetta er mjög sniðugt 🙂 hef ekki séð þetta áður!