…því að það er ósköp kósý!
Svona á kvöldin, þegar að kvöldsólin skín enn svo bjart inn um gluggana, þá myndast oft svo falleg birta og skemmtilegir skuggar…
…og það var einmitt svona flaska sem ég kippti með mér heim úr Litlu Garðbúðinni. Er enn ekki sjúr á hvaða tilgang hún fær í lífi minu – kannski bara sem olíuflaska, eða hreinlega sem vasi fyrir eina rós – hvur veit?
…en hún var bara svo fögur!
Endilega takið síðan eftir “heimabökuðum Bónus möffins” í glerkrukkunni, mjög vinsælt hjá krökkunum…
…vendirnir þurfa oft ekki að vera dýrir til þess að gleðja, og hér eru bara lúpínur og sumarblóm sem ég náði mér í úti í móa. En sjáið líka fallegu luktirnar með kórónunum á, sem ég nota sem vasa hérna. Þær eru líka innflytjendur úr Litlu Garðbúðinni, enda er ég prinsessa af Guðs náð og stenst illa svona kórónuminjar…
…einmitt – ég sagði ykkur það! Það fékk ein til að koma með – en svo var ég líka hætt! Enda prinsessan sem átt i 365 kjóla, hún átti ekki einu sinni svona margar kórónuluktir og ég 😉
…hún var bara eitthvað svo skrambi sæt sko…
…færði svo aðeins til flöskuna mína, og setti við hliðina á sprittkertastjaka, úr sömu búð, og leyfði þeim að standa saman. Enda passa þær hvor upp á aðra…
…þessi er svo flottur – svo var líka til drekafluga og alls konar týpur…
…svo kom 17.júní – og daman mín fór í þjóðbúning sem við höfum allar systurnar verið í, í gegnum árin (rúmlega 45 ára). Við fórum síðan út í garð að taka myndir, og litli sprelligosinn varð auðvitað að vera með 🙂
…ég lærði líka mikilvæga lexíu af þessum myndum. Aldrei að samþykkja HubbaBubba-tyggjó áður en farið er í svona myndatöku (legg það á minnið)…
..svo var það klassísk dömupósa…
…ogjújú – litli maðurinn mættur og svona líka kátur með þetta allt…
…þessi tvo sko – þau eru bara yndiz!
…svo var það skrúðganga, í nýrri lopapeysu frá ömmunni, og með staðalbúnað á sautjánda – regnhlíf…
…sjaldgæf, alvarleg pósa hjá litlum manni…
…ótrúlegt hvað þessi blessuð börn eldast alltaf mikið hraðar en maður sjálfur 😉
…síðan, svona fyrir helgina – þá fékk ég mér nú rósir í fallegu luktirnar mínar…
…og já, fann loks stóóóóóran bakka á stofuborðið í Pier – og mér finnst þessi alveg draumur í dós…
…hér sést aðeins betur kórónan góða…
…Stormurinn biður að heilsa, og bíður góða helgi…
…og ég vona bara að þið njótið helgarinnar og vonandi kemur þessi hiti sem var búið að lofa oss…
*Knúzar*
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Knús til baka 🙂
Yndislegur og kósí póstur til að taka með sér inn í helgina <3 Góða helgi og njótið hitans sem mun pottþétt koma…einhversstaðar 😉
Endalaust bjútifúl hjá þèr 🙂 og börnin falleg og fín á þjóðhátíðardaginn – ég var að reyna taka myndir af mínum drengjum eftir að þeir voru komnir með sleikjósnuð – það gekk ss ekki mjög vel 😉
Eigðu góða helgi 🙂