úr krukkunni í eldhúsinu. Enginn, bara gjörið svo vel að fá ykkur!
Fann ekki kökuboxin strax og ákvað því að setja smákökurnar (heimalöguðu að sjálfsögðu) í stóra glerkrukku sem ég átti. Krukkan er sko næstum 50 cm há sem að útskýrir hvers vegna það er ekki fullt í henni.
Skellti síðan bara borða um hana miða og smá dúllerísbréfi sem var í afgang.
Á dúlluna kom síðan snjókornalímmiði.
Dóttirin fékk síðan að líma snjókorn á krukkuna og það fannst henni ekki leiðinlegt..
núna á ég alltaf eftir að setja jólakökur í glerkrukkur á borð – miklu skemmtilegra en að vera með kökubox bara inní skáp!
Æðislega fallegt hjá þér,miklu flottara en kökubox 🙂
Kv Sigga