..og til hamingju með daginn elsku þið ♥
Ég vona að þið eigið yndislegan dag, í faðmi fjölskyldu og ástvina, og “njótið” þess að vera í íslenska veðrinu okkar.
Hvort sem það þýðir skin eða skúri (þó þeir séu alltaf líklegri)…
…hvort sem candyflosinn sé kominn út á kinn – eða í fötin…
…hvort sem að blaðran fauk eða þið þurfið að druslast með hana í allan dag
…og munið – það er gaman að bíða í röð eftir hoppukastala!!
Í fyrsta sinn í 15 ár er þessi ekki með okkur á 17.júní – ekki nema í hjörtum okkar!
Um daginn heyrði ég nágrana spyrja soninn hvað hundurinn okkar heitir, enda var Stormurinn bundinn í garðinum. Litli maðurinn var snöggur til svars, “nei sko, ég á tvo hunda, þessi heitir Stormur en hinn heitir Raffi og býr á himnum ♥”
*smá tár*
En, ég ætlaði ekki að fara í þetta núna, heldur bara njótið þessa dags og njótið þess að vera til!
..og svona að lokum, Eva – til lukku með nýja púðann þinn og sendu mér skilaboð
Æ, skil vel að þú hafir svitnað svolítið um augun þegar að litli gullmolinn sagði þetta. Hann er bara yndislegur!
Eva, til hamingju með púðann
Gleðilegan þjóðhátíðardag!