…því að, jeminn eini, hún er bara dásamleg!
Kemur mér alltaf jafnmikið á óvart hversu mikið af gersemum reynast í þessari pínulitlu búð. Í hvert sinn sem ég kem þarna, þá finn ég alveg endalaust af fínerí-i sem ég vissi alls ekki af því að mér bráðvantaði!
…og fyrir utan allt það sem mig “vantar” – þá er líka allt hitt sem að mig bara langar í…
…sem er eiginlega alltof margt 🙂
…það er líka dásamlegt að láta sig dreyma um hvernig maður myndi kaupa inn fyrir sumarbústað (svona ef draumar rætast)…
…bleika deildin…
…mér fannst vínkaraflan alveg ofsalega falleg…
…krúttarlegir bollar…
…síðan er þarna ýmislegt fyrir sælkerana…
…og fagurkerana líka, auðvitað…
…þessir hérna finnast mér alveg hreint DÁSAMLEGIR, var ég búin að segja dásamlegir!!! Þvílíkt fallegir diskar og skálar…
…ég fer að verða með of mörg blæti – skálablæti er farið að láta illilega á sér kræla…
….awwww, Múmínkrútt…
…þessar eru æðislegar! Mjög líkar skálum sem ég fékk mér í Danaveldi fyrr í vor, og jú, falla víst undir skálablætið. Minna mig svolítið á Tine K-vörurnar…
…mig langar líka svoldið bara í þennan vegg eins og hann leggur sig, bara með öllu og timbrinu…
…þessi sigti, í hvítu og bleiku – þau eru bara draumur! Draumur segi ég!
…gott að hafa stól með púðum, sem maður getur tillt sér á og stunið yfir allri þessari fegurð…
…hellú babies – come to mama…
…ég á einmitt svona disk með glerkúpli, og pínurnar mínar standa á honum – lofit ♥
…ójá – þarna fær maður nú í hnén, svona nett sko…
…þessi standur finnst mér yndiz…
…jújú – bollakökur eru góðar 🙂
…þessi box! Sko þesi box – þau eru næstum ólögleg, svo falleg…
…þessi fannst mér líka æðisleg (og kostaði bara um 1800kr, sem er bara grín)…
…það eru allir vinir þarna inni, meira að segja kusi og zebri…
…awwwwwww – krúttlega prjónadeildin…
…mér líkar allt hér – takk!
…svo eru það fulgarnir! Þessir eru alveg ofsalega fallegir…
…og ég fékk alveg verk í safnarann á mér sem sannfærðist undireins um að ég ætti að safna þessum…
…sko, þarna fékk einhver annar sömu hugmynd og náði að klófesta eitt krúttið undir þessum kúpli…
…ok, boxblæti – er það eitthvað líka?
Þessi finnast mér hreint út sagt unaður – unaður segi ég og skrifa!
…Herbie og Spicegirls, sko allir vinir í Litlu Garðbúðinni…
…awwwwww – bláa deildin – og þessi cookieskrukka…
…hér sést líka meira í garðdeildina, enda Garðbúðin…
…dásamlegir pottar og meira til…
…þetta fannst mér alveg yndiz…
…ohhhh, þessir fuglar! Þeir eru að fara með mig, veit ekki hver – farfuglar og svona…
…er þetta ekki nauðsynlegt? Það held ég nú…
…hvert skal horfa? Svona þegar allt er fagurt!
…ef ég bara ætti bústað sem ég gæti farið að vinna í, svona fyrst að húsið mitt er að verða fullt…
…ohhhhh – dásamlegar þessar! Sama í hvaða lit…
…svo er ég sko alveg að fíla þennan rustic stíl, að venju…
….ohhhhh þessi fuglabúr!
..eða uglubúr 🙂 nóg er af þeim…
…allt hér í uppáhaldi, diskurinn, fuglinn, skærin og snærin – lofit…
…þessi bíll sko…
…þessi hefur allt á hornum sér….
…meðan að þessi er alveg til friðs en samt lokaður inni 😉
…þið bara verðið að kíkja við…
…þessar fannst mér æðislegar!
Hér er heimasíðan hjá Litlu Garðbúðinni –
og hér er síðan Facebook-síðan.
Ég get líka lofað ykkur því að þjónustan þarna eru alveg einstök því eigendurnir eru svo dásamleg – bara svona auka tips…
Svo kemur sér póstur um lítið eitt sem fékk að koma með mér heim.
Hvað er í uppáhaldi hjá þér, og hvað helduru að ég hafi tekið með heim??? 🙂
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Yndislegur póstur og frábær tímasetning, eggi mitt á leiðinni í bæinn í dag 😀 Held samt einhvernveginn að ég eigi eftir að hafa pláss í bílnum…að minnsta kosti ekki fyrir mikið 😛
Einmitt, ekki eggi mitt! Auto correct heldur áfram að koma manni skemmtilega á óvart 😉
Dæsh…. ég þarf að gera mér aðra ferð í bæinn bara til að skreppa þarna inn 🙂 Svo gleymdi ég að taka myndaramma í IKEA síðast :/ svo það yrði kanski bara sniðugt að skreppa aðra ferð 😀
já þú tókst með þér fugl(A) og skál(A)
uppáhaldið mitt var sæti hvíti fuglinn í búrinu og alt hjartakeramikið+kökukrúsin 😀
Hjartad mitt tok sannarlega kipp vid thessa faerslu. Fuglarnir eru dasamlegir og reyndar allt hitt lika. Langar i skaerin.