…og allir elska gott partý, ekki satt?
Í þetta sinn er partý-ið haldið sameiginlega á nokkrum bloggum (hér er hlekkur á “eldra partý” hjá mér)…
Það þýðir að það eru fleiri en einn gestgjafi að þessu partýi, svo það ætti aldeilis að verða líf og fjör. Meira um þetta í lok póstsins – en kíkjum aðeins á sumarstemminguna hjá okkur núna um helgina – þegar að sumarið kom loksins.
Heppilegt að sumarið skyldi einmitt koma um helgi – þá eiga fleiri frí 😉
Sjáið þið bara hvað ég gerði – reisti tvö auka”hús” úti í beði. Tók zinkhús sem ég á hérna inni, og fékk bóndann til þess að bora gat í botninn á þeim og festa fyrir mig á bekkinn. Kemur skemmtilega út og svo er hægt að kveikja á kertum þarna inni…
Þarna sjáið þið líka aðeins víðáttuna við húsið okkar, en við horfum beint á Esjuna frá bílastæðinu…
Svo er ég enn mjög ánægð með trjátrumbana okkar, gaman að raða á þá og skreyta þarna úti…
Setti meira að segja silkiblóm í könnuna, því ég veit ekki hvort að þið vissuð það, en það fer hægt af stað gróðurinn í ár…
Svo eru það púðarnir og meððí sem gera kósýstemminguna fyrir utan…
Svo er það náttúrulega nauðsynlegt að fá sér eitthvað gott á svona sumardögum, ekki satt?
Brauðmeti, sætmeti og kaldir drykkir…
Meira að segja bakarísbrauð, ommnommnomm….
Svo er um að gera að nýta þessi fallegu glös sem við eigum, algjör dásemd…
Þessi hérna var í það minnsta kátur með meðlætið…
Svo ekki sé minnst á drykkina….
Hreinlega alsæll 🙂
Af hverju er allt betra og skemmtilegra sem er drukkið með röri?
Svo fór litli maðurinn beint af stað í snúðana…
Nei sagði mamman, fyrst brauð – og þetta var svipurinn sem ég fékk 🙂
Haha..sjáið þið ekki hvað hann var “ánægður” með þetta!
En jújú, brauðið var víst ágætt!
Þetta er síðan útsýnið okkar, þegar að við sitjum við borðið – sem þýðir að við þurfum kannski að færa fellihýsið til þess að sjá betur til fjallanna…
Eða horfa bara beint yfir borðið og þá er þetta útsýnið mitt – ekki amalegt að sjá strákana mína ♥
Skál! Skál fyrir sumri, loksins!
Síðan eftir að næra sig smá, þá er litli vinnumaðurinn lagður af stað – beint að “vinna” meira…
Á meðan er mamman bara að mynda meira.
Nú og ef þið veltið fyrir ykkur hvar daman mín var, á meðan öllu þessu stóð, þá skrapp hún aftur til fortíðar og gerðist víkingastúlka yfir helgina. Henni til mikillar gleði og hamingju. Þessar tvær voru á Víkingahátíðinni í Hafnarfirði 🙂
Dísin mín fagra ♥
Svona var þá fyrsta framlagið mitt í þetta bloggpartý!
Þetta er þó enn bara mjög einfalt fyrir þig ef þú vilt vera með!
Þú þarft bara að setja bloggpóstinn þinn hér inn og hann birtist sjálfkrafa á blogginu hjá öllum hinum gestgjöfunum.
Neðst á síðunni er InLinkz hnappur sem þú notar til að setja bloggpóstinn inn, stendur Add your link og hann er virkur frá því kl 10 á Laugardeginum 6. Júni og út júnímánuð.
Þú þarft bara að setja bloggpóstinn þinn hér inn og hann birtist sjálfkrafa á blogginu hjá öllum hinum gestgjöfunum.
Neðst á síðunni er InLinkz hnappur sem þú notar til að setja bloggpóstinn inn, stendur Add your link og hann er virkur frá því kl 10 á Laugardeginum 6. Júni og út júnímánuð.
Gestgjafarnir í þetta sinn eru:
Austfjardapúkar/ facebook pages
Blúndur og blóm/ facebook.page
Deco chic / facebook
Frugalin
adda-heima
mAs / facebook page
Skreytum hús /facebook page
Svo margt fallegt/facebook
Austfjardapúkar/ facebook pages
Blúndur og blóm/ facebook.page
Deco chic / facebook
Frugalin
adda-heima
mAs / facebook page
Skreytum hús /facebook page
Svo margt fallegt/facebook
Það eru nokkur lykilatriði að skemmtilegu og velheppnuðu partýi sem við viljum að þú hafir í huga ef þú tekur þátt:
1. Heilsaðu upp á gestgjafana, það er jú alltaf góður siður.
Kíktu á bloggin í listanum hér ofar og ef þér líkar þá endilega followaðu.
2. Láttu vita hvar þú ert.
Taktu fram í sumarbloggpóstinum (helst með virkum linki) að þú takir þátt svo þínir lesendur viti af partýinu.
3. Þú mátt taka með þér vini.
Þér er velkomið að deila á fb og bjóða vinum þínum að kíkja og taka þátt.
4. Heilsaðu upp á aðra gesti, það er ekkert gaman að mæta bara og fara án þess að spjalla.
Kiktu á amk 3 linka sem vekja áhuga þinn, bæði á undan þínum og á eftir og skildu eftir komment.
5. Þetta er opið partý út Júní.
Þú mátt ss setja inn eins marga sumarbloggpósta og þú vilt
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Svo nú er bara að sýna sig og sjá aðra.
Takk fyrir komuna og hlakka til að sjá meira hjá ykkur 🙂
Yndislegur sumardagur hjá ykkur 🙂 Skil drenginn vel, og kannast alveg við svona svip…mínir drengir setja hann stundum upp líka, sérstaklega sá yngri (næstum 7 ára). Hann er algjör sælkeri. Og víkingadaman ykkar yndisleg!
Geri nú ekki ráð fyrir að taka þátt í þessu bloggpartíi að öðru leyti en að skoða þar sem ég er ekki með blogg, en hlakka til að skoða póstana hjá snillingunum sem taka þátt 🙂
Sumarlegt! Hvaðan er Skylandersbolurinn? Á einn sem langar í 🙂
Heyrðu þessi bolur er úr H&M, tveir saman í setti sem vöktu mikla lukku 🙂
http://www.hm.com/dk/product/88962?article=88962-F
Mikið er þetta sumarlegt og ljúft hjá þér! Snilld að setja húsin út 🙂
Úff maður veit nú ekki hvar maður á að byrja! Trjádrumbarnir og bekkurinn er æði – og tala nú ekki um eftir að húsin komu út, enda húsa elskið á háu stigi hjá þessari konu. Vona að þið fáið fleiri svona yndislega sólar eða í það minnsta hlýja daga þarna á Álftanesinu… nú ef ekki þá fariði bara og eltið sólina eða hlýindin uppi í fellihýsinu! 🙂