ohhhh – núna langar mig í nýtt rúm!
Þetta er reyndar gamall draumur – dreymir ekki allar stelpur um rúm með háum póstum og himnasæng – er það bara ég?
Ég var að “kynnast” nýjum vin sem er meira að segja á útsölu í dag, en það er hann Edland.
Ég er búin að vera að skoða myndir af honum í langan tíma – síðan núna um daginn fengu hjúin hjá YHL sér ED í svefnherbergið sitt, og núna er ég abbó.
En þið verðið að viðurkenna að ED er bjútifúl, þegar hann er réttuppsettur.
myndir af google
Ed er bjútífúl
viss um að þú átt eftir að gera hann æði ef þú eignast hann.
kv. Bryndís
Mig hefur alltaf langað í svona rúm með prinsessutjöldum,en sýndi karlinum þetta og hann sá bara fyrir sér hvernig við mundum óvart kyrkjast í tjöldunum í svefni,hehe sýnir hvað hann er rómantískur
Kv Sigga
Muhahha Sigga, kannast við einhver svona komment! Þessir karlar kunna stundum alveg að skemmileggja þegar maður sjálfur sér eitthvað í rósrauðum bjarma