Myndaveggir..

eitt af mínu uppáhalds er að taka ljósmyndir.  Sérstaklega af börnum, og þá auðvitað sérstaklega af mínum börnum.  En það er víst ekki nóg að taka myndir heldur þarf líka að framkalla og koma dýrðinni upp á vegg til þess að njóta þess að hafa fyrir augunum.
Það að raða römmum á vegg eru viss vísindi og það er hægt að gera það mjög illa og líka mjög vel.  Ef of lítil mynd er sett á stóran veggflöt er næsta víst að hún verður eins og títiprjónn í helv….þið vitið hvað ég meina.  En að grúbba saman er gaman 🙂

Eins er sniðugt að vera með eitthvað með til þess að brjóta upp rammaformið.  T.d. svona blóm/fiðrildi eða eitthvað sem kemur inn á milli.
Eða rammann sem er með flúrinu, hann brýtur upp ferkantaða formið.  Það sama gera stafirnir.
Hillan fyrir neðan, auðvelt að setja kertaljós eða aukaramma sem að poppar þetta upp.
Hér er eitt stórt málverk á einum vegg, en síðan óregluleg grúbba af fjölskyldumyndum á næsta vegg.
Lítil grúbba á vegg á móti stórri mynd á öðrum vegg.
Þessir tveir rammar mynda grúbbu með speglinum.  Án spegilsins hefðu þeir verið á alltof stórum fleti.

5 comments for “Myndaveggir..

  1. Anonymous
    04.01.2011 at 10:37

    Glæsilegt 🙂

  2. Anonymous
    04.01.2011 at 12:38

    Rosalega flott hjá þér! Er bara með enn góðann myndavegg en dett svo í að sitja eina og eina;) Þarf sko alveg að taka til hendinni í myndmálum hér á bæ;)

  3. Anonymous
    14.02.2011 at 14:03

    Sæl! Ég elska að fylgjast með blogginu þínu og fæ alveg helling af góðum hugmyndum … takk kærlega fyrir að nenna að deila þessu öllu 😉

    En mig langar til að forvitnast hvar þú keyptir þessi svörtu blóm sem þú ert með á myndaveggnum? Ég væri alveg til í svona hérna hjá mér 😉

    Kveðja, Laufey

  4. 14.02.2011 at 14:13

    Hæ Laufey og takk fyrir hrósið 🙂

    Blómin fást hjá Tekk, eða fengust í það minnsta. Í alls konar litum og líka hægt að fá fiðrildi og alls konar – eru frá Umbra merkinu!

    kv.

  5. Anonymous
    14.02.2011 at 21:38

    Takk fyrir svarið … ætla að kíkja í Tekk 😉

    Kv. Laufey

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *