Myndin…

…enda alltof langt síðan svoleiðis hefur komið inn (hér er hægt að smella til þess að sjá eldri pósta).

Borðstofur eru mér sérlega hugleiknar, ekki spyrja af hverju, en ef þú spyrð – þá held ég að það sé svona svona eitthvað “fjölskyldulegt” við þær.  Sameinast við borðið, borða saman, tala saman, njóta ♥

Ok, þessi er næstum jóló – en samt!
Stórt viðarborðið, hvítir stólarnir og svo náttúrulegir tónar.
Mér líka þetta allt saman!

54eae2baa3932_-_y-farmhouse-diy-white-and-green-dining-room-0112-0gc3wo-xln

Hér er mikið afslappaðri fílingur.
Þið vitið, meira svona strandhús.
Hér eru stólarnir að heilla mig upp úr hælaskónum, og ljósakrónan við.

54eb5bf1342ac_-_dining-room-antique-farm-table-smmoth-sailing-0712-xln

Ok, það fer ekki málanna á milli að ég er mjög svo hrifin af grófum viðborðum.  Hér eru fallegir hvítir og gamlir stólar með.  Svartar gardýnustangirnar og síðar gardínurnar.  Ljósið yfir borðinu er æðislegt með og svo þessir vasar með grænum blómum/greinum.

Yndislegt!

54eb5d80b836f_-_diy-dining-room-table-north-carolina-home-0512-xln

Úúúúú – hér er svo margt sem ég hrífst af!
Sjáið bara herbergið sjálft til þess að byrja með. Skápurinn, borðið og stólarnir – lofit all!
Allt hvíta leittauið og svo hliðarborðin – þetta er mikið uppáhalds ♥

54eb62021a6c4_-_natural-selection-bug-cermaic-plates-1011-xln

Æðislegir stólar – einu sinni áttum við einn svona inni í herberginu hjá húsbandinu, þegar að hann var enn bara kærastinn 🙂

54eb620801bed_-_01-you-can-go-home-again-dining-room-1013-xln

Þessi mynd sýnir svo vel hversu mikilvægt það er að blanda saman.  Gráir veggir, tréborð og stólar, hvítur “þreyttur” skápur og hvítur arinn.  Sýnist meira að segja vera blandað gylltu og silfur.

Þetta finnst mér alveg ómótstæðilegt saman, ekki sammála?

54eb618930640_-_elegant-refusal-dining-room-1012-xln

Allar þessar myndir eru fengnar af Country Living Magazine, og þar getið þið líka skoðað meira en 70 aðrar borðstofur (smella hér).

Þetta æsir mig enn meira í að klára mína borðstofu og fá mér tréstóla við borðið 🙂

10519499_713671735385010_5128587876782026236_n

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

1 comment for “Myndin…

  1. Margrét Helga
    10.06.2015 at 09:44

    Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég las “….klára mína borðstofu..” var bara “WHAAAT!!! Flottasta borðstofa norðan Alpafjalla og henni finnst hún ókláruð!!!” En skildi það þegar þú sýndir mynd af henni með flottu tréstólunum. Mundi þá eftir því að þetta er ekki alveg búið. En mátt sko vera nokk ánægð með borðstofuna þína! Hún er sko ekkert síðri en hinar sem þú birtir myndir af í þessum pósti 🙂

    Takk fyrir skemmtilegan og “inspírerandi” myndapóst 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *