þið munið eftir þessum hérna!
Jæja, ég er ekki með mynd en þær standa auðar núna – algerlega. Smá mylsna í annari krukkunni og við hjónin slógumst um hana í gær – eða svona næstum 
En þessar krukkur eru of stórar og fyrirferðamiklar til þess að pakka þeim niður, og svo er þær bara svo sætar. Þannig að nú hefst endurvinnslan. Finna eitthvað nýtt og skemmtilegt til þess að setja í þær.
Hér koma nokkrar hugmyndir frá Pottery Barn….
ohhhh….elska Pottery Barn!
Æðislegar Krukkur, langar rosalega í svona, hvar fást svona krukkur?
kv Jóhanna
Hæ Jóhanna,
krukkurnar fengust í Blómaval
Ó já pottery barn er sko hrikalega flott búð,bara eins gott að hún er ekki á landinu því þá væri ég flutt inn þangað!
Er annars fastagestur í Pier og Ilva og Ikea og það er bara alveg nógu dýrt spaug
Kv Sigga D.
Mér líst vel á þetta með sápurnar – eða kannski marga hvítlauka, eða lauka – eða kaupa lavender í krydddeildinni í Tiger og setja nokkra svoleiðis poka þarna ofaní (ath. líka til pínulitlar þurrkaðar rósir í kryddeildinni í Tiger) – eða fallega fjörusteina… eða eða eða… kv. Kristín Hrund
ohhh…..ég elska líka Pottery barn