ég á ofsalega fallegan kertastjaka sem er gylltur. Einu sinni passaði hann vel inn hjá mér en í dag, hmmmm ekki svo vel. Ég er búin að finna myndir af honum á netinu þar sem að hann hefur verið spreyjaður hvítur og aðrar þar sem að hann er svartur.
Hvað finnst ykkur, hvort er flottara?
Svartur:
Hvítur:
úfff erfitt að segja,mér finnst stjakinn sjálfur svo rosalega fallegur.Mér finnst hann hrikalega töff svona svartur með perlum á,en heima hjá mér myndi passa betur að hafa hann hvítan.
Kv Sigga D
mér finnst þeir báðir mjög flottir, en hvíti örlítið flottari 🙂
en annars myndi ég gera hann rauðan 😉 enda er ég óð í rauðan lit hahaa 🙂 Ég myndi jafnvel gera hann lime grænan eða túrkís-bláan
kv. Bryndís
Hvítt fær mitt atkvæði!
Kv.Hjördís
Risa knús á kommentarana 😉
Finnst svo gaman þegar einhver nennir að skilja eftir komment, þá nenni ég þessu – þegar ég fæ svona eitthvað til baka og er ekki bara að röfla við sjálfa mig 🙂
*KNÚSES
Báður flottir en ég myndi segja Svartur 🙂
-Ásta
klárlega hvítur 🙂
hvítur… eða kannski kopar?? 😀 kv. Kristín
Hvítur fær mitt atkvæði 😉
Kv. Auður.
Snilld að spreyja kertastjakana, er með 2-3 í geymslunni sem passa ekki inn af því að þeir eru gylltir en ég tími ekki að henda þeim af því að mér finnst þeir svo flottir……
Skemmtilegt blogg og virkilega gaman að skoða og fá hugmyndir 🙂
kveðja, Kristín
Góð hugmynd…er einmitt með svona gyllta inn í geymslu sem fá kannski nýtt líf hjá mér 🙂
Hvítur fær mitt atkvæði 😉
Kristín Vald