…svo er nú það að í raun eru ekki margar verslanir á Íslandi sem eru með góðar netverslanir. Fyrir mig, sem er stöðugt að spá og spekulera (jafnvel um of?) – þá er það ómetanlegt að geta stundum kíkt í búðir og safnað saman hinu og þessu í hugmyndamöppur í tölvunni.
Ég varð því himinlifandi þegar að The Pier opnaði núna rétt fyrir jól netverslun sína. Það sem meira er, hún er mjög góð. Til að mynda þegar að jóladótið “datt í útsölu” eftir jólin, þá var hægt að skoða og versla allt þetta beint á netinu – snilld! Kætist því landsbyggðatúttur og útiálandifólk, svo ekki sé minnst á letihauga eins og mig sem finnst gaman að fara á ímyndunarsjoppingspree á netinu 🙂
Húrra!
Ég ákvað því að gera smá svona lang í langí, enda svoldið síðan svoleiðis hefur komið inn – ekki satt?
Ok, þið vitið hvað mér finnst ótrúlega falleg svona fráleggsborð, eða hliðarborð eða hvað þið viljið kalla þau. Þetta hér er í það minnsta dásemd…
…snilldin við Pier er að það er svo auðvelt að finna svona húsgögn sem virka á mann eins og þau eigi sögu á bakvið sig, þau virka svo einstök og spennandi. Einmitt það sem vantar oft á heimili…
…annað hliðarborð, þetta fer að verða vandræðalegt!
…þessi litlu borð finnst mér æði. Þessi eru svona ekta í stofuna á milli sófanna og svona…
…yndislega falleg náttborð – algjör draumur…
þessi hérna skápur! Ég sé hann fyrir mér inni á baðherbergi, með fallega samanbrotnum handklæðum og körfum. Eða sem töff línskápur í þvottahús. Eða sem jafnvel náttborð, dömumeginn, og með fallegum skóm eða töskum uppstilltum í glerskápnum…
…jájáá, átti alveg eftir að lýsa yfir ást minni á hliðarborðum. Mér finnst þetta sérstaklega æðislegt, með neðri hillunni. Mig dreymir um svona neðri hillu á mitt borð…
…með fallegri skóskápum sem ég hef séð…
…þetta er svona prestur sem mætti flytja inn hér – afskaplega hjálplegur…
…baðherbergi – upprúlluð handklæði?
…ójá – come to mama…
…elska þessar geymslubækur – fyrir smáhluti, fjarstýringar eða bara skart!
…þessir litlu rammar eru yndi – við settum svona á jólagjafir handa ömmum og öfum einu sinni, með mynd af krökkunum í. Svo er fallegt að hengja þetta bara á kertastjaka eða á húnana á skápnum…
…þessi hérna er feeeeeerlega flottur. Antíklegur og spes…
..fullt af geggjuðum klukkum, alveg í massavís…
..svo hættulegt fyrir konur með púðabæti! ónei…
…og skilti, skilti og skilti – nóg af þeim líka…
…ég er svo mikið að pæla í þvottahúsinu núna – og mér finnst þessi hérna æði. Sé fyrir mér alls konar hreinsiefni og “ljótt” dót sem verður svo mikið fallegra í svona bjútíboxi!
…og talandi um bjútíbox – JEMINN!
Ég er farin í Pier í dag að skoða þessi hérna ♥
Hvað er þitt uppáhalds?
Smelltu hér fyrir heimasíður The Pier!
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Ú ég á einmitt litla glerskapinn og hann er einmitt inn á baði hjá mér ásamt kommóðu og borði úr sömu fjölskyldu, alger dásemd. 🙂
Pier er uppáhalds en ég gat ekki verslað í vefverslun hjá þeim í vetur og sótt svo vöruna ég hefði þurft að borga póstburðargjöld sem var slæmt því hreyfihömluð frænka ætlaði að panta og ég að sækja fyrir hana og spara henni póstburðargjöld en það gekk ekki.
Hæ, ég fylgist með blogginu þínu og hef gaman af 🙂 Ég velti samt fyrir mér þegar ég les svona pósta (um Pier, Rúmfatalagerinn, A4…) hjá þér hvort þeir séu kostaðir af fyrirtækjunum. Það kemur ekki fram svo ég velti fyrir mér hvort þú sért bara svona ofboðslega góð að auglýsa þessi fyrirtæki fyrir ekki neitt 😉 Kannski varstu búin að gefa það út einhvern tímann að póstarnir þínir séu ekki kostaðir en ef þeir eru það fyndist mér alveg viðeigandi að taka það fram. Allavega… bara smá vangaveltur. Takk fyrir skemmtilega bloggsíðu 🙂
Sæl Dögg,
póstarnir eru ekki kostaðir. Að vísu sérðu glögglega til hliðar hérna hjá mér þau fyrirtæki sem eru að auglýsa að hverju sinni, en þau eru ekki að borga fyrir staka pósta eða neitt svoleiðis. Þau eru bara með auglýsingapláss hérna til hliðar. Hins vegar eru nánast öll fyrirtækin sem eru hérna inni aðilar sem ég hef verslað við frá því löngu áður en ég byrjaði að blogga, og því hefur samband á milli mín og þeirra orðið til á mjög “náttúrulegan” hátt.
Þegar ég var með kynningarnar í A4, þá fékk ég efniviðinn hjá þeim – enda óeðlilegt að vera að vinna úr öðru efni en þeir eru með.
Þessi póstur var ekki kostaður af Pier og mér datt þetta bara svona í hug þegar ég var að skoða síðuna þeirra í fyrradag, ég hef oft áður verið með svona pósta – en oftast á erlendum síðum:
http://www.skreytumhus.is/?cat=119
Vona að þetta svari þínum spurningum!
kv.Soffia
Takk fyrir skjót svör! 🙂 Svarar öllum vangaveltum 🙂
Besta mál – annars bara skýturu á mig frekari spurn 😉
Vá….ofboðslega margt fallegt til í Pier og þessi vefverslun er náttúrulega alveg stórhættuleg fyrir okkur utanbæjargengið!
Væri svooo til í að eiga t.d. svona skáp inn á bað…og púða…og náttborð…væri líka til í að eiga pening svo ég þyrfti ekki að velta fyrir mér hvað ég keypti mér…en maður hefur bara gott af því að neita sér um hlutina 😉 Og líka að safna sér fyrir því sem mann virkilega langar í!!
Já það sem ég gæti verslað endalaust á pier.is, ég fer reglulega í ímynunarsjopperí eins og þú..gerði það einmitt bara rétt áðan.
En spurning, hvað myndiru setja á neðri hillu á svona hliðarborði?
Ég á nefnilega þannig úr Ikea og veit aldrei hvað ég á að setja þarna niðri hehe..
Þessi búð er alveg málið og ég sé að ég þarf engu að kvíða með að verða uppiskroppa með vöruúrval þegar ég flyt á klakann. Vona bara að netverslanir batni eins og þú segir…. er komin með mjög mikinn aðskilnaðarkvíða við amazon og fleiri góðar netverslanir 😉 Hugsa að góðar netverslanir myndu blómstra á Íslandi eins og annarstaðar 🙂
Takk fyrir flottan póst
knúz Svandís