Smá pælingar..

nú skoða ég mikið af flottum heimilum, bloggum og myndum á netinu.  Mikið af því sem að grípur athygli mína er að mikið af þessum heimilum, sérstaklega á norðurlöndunum eru í hvítu.  Hvítt, hvítt og hvítt.  Hvítir sófar á hvítum gólfum með hvítum mottun, hvítir púðar og meira hvítt. 
Ofsalega fallegt, ofsalega róandi, ofsalega stílhreint.



Þessi kona á þrjú ung börn 🙂



En hvernig fer fólk að því að lifa í svona hvítu umhverfi?  Ég læt mig oft dreyma um hvíta sófa en ég held að það yrði ansi fljótt að verða að skítugri mublu með tvö börn og tvo hunda.

Ég stilli upp í hillur, en jafnfram reyni ég að hafa þetta þannig að ég sé snögg að þurrka af.
Mig langar að hafa mottur, en nenni ekki að ryksuga hundahárin úr mottunum.  Þá er betra að vera með parket og vera snöggur að moppa.
Eins með barnaherbergin.  Þau eru svo falleg – ekkert nema gamaldagspuntudót sem að gleður móðuraugað.  En hvar er MacDonalds dótardraslið sem safnaðist upp.  Eða Spiderman, eða Dóra?  Er þetta bara leikföng sem að börnin leika sér ekkert með því þau eru svo dönnuð?
Þegar að dóttir mín fæddist þá gat ég sett inn allt sem að mig langaði að hafa í hennar herbergi, það sama má segja um herbergi litla mannsins.  Hann er enn það lítill að hann kvartar ekki neitt. 

 
En hjá dóttur minni, sem er að verða 5 ára.  Þá þarf ég að láta mitt skreytigen lúffa fyrir Barbie, PetShop, Pony og öllu þessu liði sem er sko ekkert sérstaklega skreytilega falllegt.  Ég er þegar farin að fá Ljótukallamartraðir þegar sá litli fer að verða hrifinn af skrímslum og alls konar miður fallegu dóti.
Þannig að, stundum skil ég ekki alveg hvernig “venjuleg” börn og “venjulegt” fólk lifir í þessum hvítu og stílhreinu húsum.  Hvar eru skítugu sokkarnir, ég bara spyr?

Þessi kona er meira að segja svo stílhreinn að börnin hennar vilja ekki skreyta piparkökuhúsið með nammi, það myndi ekki passa.  Betra að hafa bara glassúr.

Photos:  House of Phila, og af google.

8 comments for “Smá pælingar..

  1. Anonymous
    06.01.2011 at 13:31

    Vá hvað ég er fegin að einhver annar skuli vera að spá í þessu. Finnst alveg ótrúlegt hvað allir ná að halda öllu þessu hvíta svona fínu. En ég verð að segja mér finnst nú ansi sorglegt þegar krakkarnir geta ekki einu sinni skreytt piparkökuhúsið nema með hvítum glassúr. Þó svo að manni langi ekki endilega að hafa allt uppi t.d. í barnaherbergunum þá finnst manni krakkarnir verða að fá að hafa það sem þau eru að leika sér með og hafa föndrað þó svo að maður vildi hafa þetta kannski allt öðruvísi;)

    Kv.Hjördís

  2. Anonymous
    06.01.2011 at 15:26

    Þetta er allt voða stílhreint (og sterílt) en ég held ég geti lofað þér því að þetta heimili er ekki alltaf svona dásamlega hreint og fínt. Enginn getur haft allt fullkomið alltaf. Það er bara sorglegt að börnin fái bara að skreyta piparkökuhúsið með hvítu… en ég held að þetta hafi nú bara verið gert fyrir blaðið/síðuna sem þessar myndir birtust í 🙂
    Mér finnst miklu meira kósý að sjá dót hér og þar og einhverja liti…annars verður þetta svo svakalega sterílt eitthvað. Það er gildir það sama með “fullkomnu” myndirnar af heimilum í blöðum og “fullkomnu” fyrirsæturnar í tískublöðunum: Þetta er bara uppsetning og stílisering en ekki raunveruleiki.
    Flott blogg! Bestu kveðjur, Helga.
    (ps. ég er með hvítt leðursófasett og á 2 börn og hund, ótrúlegt en satt þá er það alveg að ganga upp :o)

  3. Anonymous
    06.01.2011 at 17:01

    hehe ég er alltaf að pæla í þessu líka. Og stundum eru íbúðirnar hálf tómar, hvar setur fólk allt draslið sem hleðst upp með tímanum. Ég held að það sé best að taka þessum myndum með fyrirvara, ég trúi ekki öðru en það leynist helling að barbie og pony dót í kössun inní skáp inni barnaherbergjunum annars vorkenni ég þessum krökkum 🙂 ég vil ekki hafa heimilið mitt of stílhreint heldur svolítið heimilislegt líka mér finnst það alveg möst 🙂
    Takk fyrir frábært blogg, kíkti alltaf en skrifa sjaldan.

    kv. Ásta

  4. Anonymous
    06.01.2011 at 23:38

    Ég sé ekki fyrir mér að þetta gangi með börn og gæludýr, er þetta ekki bara eins og þegar Remax s0lumenn koma, þeir segja þér hvað þú átt að láta hverfa áður en myndir eru teknar fyrir sölu 🙂
    Kveðja Guðrún.

  5. Anonymous
    07.01.2011 at 12:03

    Svo sammála, elska lúkkið á þessum húsum en á bágt með að sjá fyrir mér að fjölskylda geti búið svona. Veit að fjölskyldan mín væri eins og geimverur í svona umhverfi. Svo er líka svo björt vetrarsólin á Fróni, held maður yrði að alltaf að ganga með sólgleraugu heima hjá sér;)
    Kv. Auður.

  6. Anonymous
    07.01.2011 at 12:11

    Er svo sammála þér. Sá einhverntíma íbúð í tímariti, þar sem allt var grátt… meira að segja barnaherbergin. Mjög ömurlegt. Sorglegt að börnin fái ekki að hafa liti í kringum sig – ekki einusinni “dótalega” séð. :-S Kv. Kristín

  7. 08.01.2011 at 19:58

    Nákvæmlega það sem ég hef hugsað…maður byrjar voða vel eins og í barnaherberginu og svo búmmmmm….allt í drasli og dóti sem er sko ekki í stíl !!

  8. Anonymous
    18.03.2011 at 13:52

    Jú ég bara þekki svona týpur sem eiga svona heimili. OG ég viðurkenni það að ég er græn af öfund. Ég er með hund og barn og hér er í þessum töluðu orðum pottur og skálar með hafragraut í síðan í morgun því ég er svo upptekin að taka til eftir skítuga hundinn og þvo þvott :p

    Hjá sumum er þetta svona, en þau bara forgangsraða öðruvísi. Hjá mér er annað í fyrsta sæti en tuskan og ajax!
    Og hér er sjaldan skítugt, bara þetta venjulega dót.

    Annars eeeeelska ég þetta hvíta lúkk og dreymir um það…..

    Elska líka þessa síðu 😀 er búin að liggja yfir þessu síðan í morgun! Mín nýja uppáhalds!
    Kv.V

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *