…en eins og þið vitið þá fór ég til Köben núna í maí. Ennþá á ég eftir að deila með ykkur nokkrum myndum úr þessari ferð, en í dag ákvað ég að sýna ykkur dulitlar dásemdir sem fengu að kúra í töskunni minni á leiðinni heim. Bara svona rétt sí svo til þess að gleðja mig og vonandi ykkur líka.
…ég er sennilegast ekki ein um þetta – en ég keypti búnt af ranunculus-blómum úti og tók með mér heim…
…og það bara þannig – að mínu mati – að það er fátt eitt fallegra en einmitt að vera með blóm í könnum. Það er eitthvað svo dásamlega sveitó og kasjúal við það 🙂
…og þessi blóm eru náttúrulega svo falleg að þau þurfa ekkert prjál í kringum sig – bara að leyfa þeim að njóta sín…
…og þess vegna fengu þau líka að standa í könnunni á eldhúsborðinu, ásamt þessum litlu mokkabollum…
…og endulega gefið ykkur tíma í að horfa á hversu fallegir þessir litlu bollar eru. Alls ekki samstæðir og hvor úr sinni áttinni. En það er hluti af sjarmanum á bakvið þá – finnst mér. Þessi er með fallegum fugli, bæði inni í bollanum og svo á undirskálinni.
Ég ímynda mér, og sé fyrir mér, eitthvað kaffisamsæti hjá danskri frú hérna í denn, sem hefur boðið upp á ilmandi sopann úr þessum bolla og svo hefur gesturinn séð, sér til ánægju þegar að fuglinn birtist eftir að bollinn tók að tæmast:
“åh den smukke fugl i min kop” eða eitthvað svoleiðis 🙂
…hinn er svo dásamlega fínlegur og föööölsægrænblár, og með smá gylltum bryddingum…
Eins og áður hefur sést, þá fékk þessi gamla kanna að fylgja mér. Hún er bara svo ansi hreint falleg að mínu mati. Hvít og blá, mjög danskt eitthvað, og auðvitað fuglar á henni…
…aftan á henni er reyndar þessi gamla sprunga, en hún heldur vatni – á meðan ég held vart vatni yfir fegurð hennar. Þannig að þrátt fyrir aldur stendur hún sig betur en ég 😉
…en sum sé – eftir kaupin á þessu bolla”pari” – sem var alls ekkert par – þá var ég alveg hætt. Enda keypti ég 6 litla dásemdar mokkafuglabolla í fyrra, og vantaði því síst meira (sjá hér)…
…en svo alveg óvart – og án þess að ég réði við nokkuð – þá bara “duttu” þessir líka ofan í tösku og með mér heim. Svakalegt hvernig svona getur gerst…
…aftur eru þeir alls ekki samstæðir og hafa hver sitt sérkenni – en á það ekki við um okkur öll?
…hver og einn er fallegur á sinn einstaka hátt…
…og þrátt fyrir að vera ólíkir, þá mynda þeir saman svo fallega heild!
…svo á ég eftir að sýna ykkur það sem að þurfti víst helst – að konan með púðablætið kæmi nú heim með nokkur púðaver til viðbótar…
…og eina sósukönnu…
…en lengra varð það víst ekki í dag…
…vona að þið eigið yndislegan mánudag og vinnuviku sem framundan er – og hjartans þakkir fyrir frábær viðbrögð við föstudagspóstinum ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Væri sko alveg til í kaffi hjá þér með þessa dásemdarbolla þeir eru æði, nú held ég að áður en ég fer til Köben í sumar þurfi ég að taka með sér slatta af bóluplasti til að vefja inn í ef ég er svo heppin að grípa svona dásemdir sem detta bara óvart í fangið á manni.
Var ekkert mál að koma með afskorin blóm til landsins…? Ég hef heyrt svo misjafnar sögur af því
Oh…óþolandi svona, þegar hlutir detta niður í töskurnar hjá manni!! Kannski sök sér þegar þeir eru svona gullfallegir eins og rata yfirleitt í þínar töskur 😀
Takk fyrir póstinn 😀