hér er nú svoldið sneddý! Hún Ingunn er með skemmtilegt blogg sem heitir Villasol.
Hún átti áður þetta svefnherbergi, fremur plein bara – ekkert obbalega merkilegt.
En hvað gerði hún (eða kannski lét kallinn sinn gera, giska frekar á það 😉
Þau tóku niður vegginn að hluta og byggðu inn í súðina.
Þau gættu þess að gera hillu fyrir ofan rúmið til þess að vera með “nátthillu”..
Síðan var bara gengið frá og svo farið í að slá upp timbri í kringum og gera þessa líka fínu, gammel, lokrekkju.
Inni í svefnherberginu var líka þessi kommóða..
En þar sem að allir eru með allt hvítt þessa daganna….eða svona næstum, þá er þetta svona núna – og mikið fallegra finnst mér!
og svo punkturinn yfir i-ið.
Þetta er vegglímmiði sem settur er á póstinn.
Hér sést hvað herbergið er í raun lítið, þau hafa grætt helling af plássi með þessu – sniðug lausn!
og sama lausn var notuð í stelpuherberginu
og svo svona í lokinn, þá tóku þau þennan skenk/bekk
og núna er hann svona – bara glæsó!
Vá vá vá ekkert smá flott, elska þessi rúm og skeinkarnir æði, er alveg sammála finnst herbregið miki fallegra hvítt.
kv Jóhanna
Alveg brilliant hjá þeim. Vildi að ég væri svona hugmyndarík og handlagin.
Flott bloggsíða há þér, ég kíki reglulega.
Kv.
Kristín
Virkilega flott! Hefur þú einhverja hugmynd hvar væri hægt að láta gera svona límmiða í borginni, kannski þar sem hægt væri að hafa e-ð annað en þessa setningu?