Baðherbergisbreytingar..

það er nú alveg meiriháttar hvað það er hægt að flikka upp á hlutina með smá málningu og réttum fylgihlutum.

Þetta baðherbergi hafði sína kosti:  gott skápapláss, veggirnir nýlega málaðar, vaskarnir í góðu ásigkomulagi, borðplatan var hvít og vel með farin.
Gallar: Eikar skápar sem að féllu eigandanum ekki að skapi, ljósin fyrir ofan spegilinn, afar “plein” spegill (karakterlaus), gullskreyttir kranar (hrollur), og engar höldur á skúffum og skápum.
Það sem að tók lengstan tímann var að mála skápana. Fyrst að hreinsa þá, síðan að renna yfir með sanpappír og að lokum að lakka þá.
Gullskreyttu kranarnir voru einfaldlega skrúfaðir í sundur og gyllta skrautið var spreyjað silfrað – sniiiild.
Síðan voru settar nýjar höldur…
Bætt víð stílhreinum og fallegum fylgihlutum, það er alveg ótrúlegt hvað fallegt sápupumpuglas getur fiffað til…
Handklæðarekka skellt á veginn, nýr rammi utan um spegilinn sem fyrir var, og síðan ný ljós.
Þessi aðgerð tók um 8 tíma og ég held að það sé hægt að vera mjög happy með árangurinn 🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

2 comments for “Baðherbergisbreytingar..

  1. Anonymous
    10.01.2011 at 10:00

    Vá ótrúlegt hvað smá málning og aukahlutir geta gert!

    Kv.Hjördís

  2. Anonymous
    16.01.2011 at 18:54

    geðveikt flott baðherbergi.

    i love it

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *