…því að það er hressandi þegar maður er að gráta svona gleðitárum!
Ég elska að breyta, laga og bæta – þið vissuð það örugglega ekki um mig 😉
Áður hef ég talað um ást mína á þáttunum um The Block, sem er breytingaþættir sem koma frá Ástralíu. Ég fíla þá í botn. Reyndar rosalega mikið af efni sem þarf ekki endilega að vera með, en stíllinn er oftast nær flottur. Þau eru töff blanda af USA og Evrópskum stíl. Smá hönnum og smá DIY og þannig á það að vera.
Matt & Kim tóku þátt í The Block og hér eru þau að gera svona extreme makeover á heimili fólks sem hefur gengið í gegnum erfiðleika. En ólíkt ammerísku útgáfunni þá er þetta ekki alveg jafn ýkt, þið vitið – ef krakkinn segjist elska spil að þá er búið til spilarúm og spilaherbergi og. Þetta er bara sniðugt og flott, og alveg dásemd að sjá hversu ánægðir krakkarnir eur líka 🙂
Góða skemmtun og munið eftir tissjús!
https://www.youtube.com/watch?v=uQy8pGZzkNM
https://www.youtube.com/watch?v=yXDJnbnwo6c
Ég hef áður fjallað um The Block, sjá hér (smella).
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Vá ég þurfti nú bara allt tissjuboxið þetta er svo fallegt að sjá og gaman þegar fólki er hjálpað sem virkilega á það skilið.
ÉG VEEEEEEIT!
Það var líka svo yndislegt að sjá krakkana, þau voru svo ánægð – fannst þetta alveg dásamlegt 🙂
Æði!! Svo gaman að sjá svona þætti…er reyndar að vinna þannig að ég kíki á þetta við tækifæri! 🙂
ÚÚffff snökkt eins gott að ég horfði ekki á þetta aður en ég fór í vinnuna í dag 😀 Ég sat alveg límd við bæði myndböndin rétt í þessu….snökkt… snökkt….
Gaman að sjá hvað fólkið er þakklátt og glatt fyrir breytingarnar sem voru í senn flottar og hagkvæmar 🙂