…oní vasa, fullt af skeljum, smá af sandi….

vonandi skemmtið ykkur vel 
sko, þrír vinir í glasi og svo sápustandurinn…
Sjáið hvað þeir urðu mikið glaðari að fá smá bakka til að standa á…
…smá hvítt til að lífga upp á hornið!
Einhvern góðan veðurdag er planið að flísa borðplötu með mósaíkflísunum eins og eru á klósettkassanum og setja minni vask. Spegillinn er keyptur í Góða Hirðinum á 1200kr, fyrsta og eina skiptið sem ég hef fundið eitthvað af viti þar (fyrir utan einhverja smáhluti).
Sést ekki á þessum myndum en á bak við hurðina þegar inn er komið er sturta.
Hér er síðan nánar af baðinu áður en við breyttum – ahhhhh bláa klósettseta, ekki sakna ég þín 
Rosalega mikil breyting á baðherberginu! Hvar færðu svona flottar skeljar?
Kv.Hjördís
Hæ Hjördís,
þetta er sko bara samtíningur úr fjörum hérna heima. Hún dóttir mín ötul að týna þegar við förum eitthvert (þessar stóru eru frá Rauðasandi) og henni fannst æði að þær væru bara orðnar skreytingar núna
kv.
Ég þarf greinilega að fara að skreppa í fjöruferð;)
Kv.Hjördís
Fallegt baðherbergi hjá þér,elska smátriðin sem sagt silfurdótið og hvítu smáhlutina.Orkidean er líka æði,á svoleiðis en öll blómin eru dottin af henni
Áttu einhver ráð til að halda þeim flottum?
Kv Sigga