Í Ikea, og náttúrulega á fleiri stöðum, eru til margs konar skóskápar. Þeir eru mjög svo nýtilegir, góðir í smá rými, og einnig hægt að nýta fyrir húfur og alls kyns stöfferí sem manni vantar alltaf pláss fyrir.
Það eina er að þeir eru kannski ekki merkilegir fyrir augað eða gera mikið fyrir rýmið.
Hér er komin skemmtileg lausn. Þessi kona lét setja textann úr laginu “These Boots Were Made For Walking” á límmiða og festi á skápinn, brilliant!
Annar texti sem hægt væri að setja á er t.d. “Hvar er húfan mín” úr Kardemommubænum 🙂 …… nú eða nöfn þeirra sem á heimilinu búa.
Photos: Ikea, Emmelines blogg
ooohhh hvað mig vantar svona skóskap,3 strákar á heimilinu og skórnir alltaf út um allt,ekki mikið augnayndi eins og þú getur ímyndað þér :/
Bestu kveðjur Sigguz
vá hvað þetta er flott hugmynd!! allt annað að sjá þessa sniðugu skóskápa með textanum á!