…það er nú ekki oft sem ég deili innlitum sem ég finn á netinu, en það var eitthvað við þetta sem bara talaði beint til mín!
Þetta hús er til sölu og er í Österlen í Svíþjóð.
Eldhúsið er í raun bara mjög hvítt og plain – en þessar stóru opnu hillur setja svo mikinn svip á allt rýmið. Reyndar er glugginn líka alveg ótrúlega fallegur en samt, héðan má fá innblástur…
…þetta er síðan annað eldhús í sama húsi, en aftur svona hvítt og opið og endalaust fallegt…
…fjúúúúú – hérna er það grófa og dásamlega viðarborðið og þessi stóru flottu ljós, allt við þessa dökku veggi – eins og áður sagði þá er gluggarnir reyndar hálfgert svindl, eru svo fallegir, en vá…
…hrikalega töff leið til þess að skipt upp veggjum…
…elska að sjá hversu vel öllum er blandað saman þarna. Nýjasta trendið, eldri mublur og alls konar í bland – og það virkar…
…stílhrein baðherbergi…
…franskar hurðar…
…og puttinn á púlsinum…
…jeminn þessir gluggar – þetta er ekki sannngjarnt!
Svo henda þeir svona hurð með og ég fæ alveg í hnén…
…vintage stíll í stofunni…
…meira segja flott í þvottahúsinu – svindl…
…barnaherbergi, og þarna er búið að smíða tréhús þar sem lofthæð leyfir. Takið líka eftir fimleikahringjunum fyrir ofan rúmið – hér má greinilega hoppa á rúminu…
…ferlega falleg!
*Dæææææs* manni langar að einfalda allt þegar maður skoðar svona myndir 🙂
Á að skella sér á þetta?
Photography: Joakim Johansson
Source: fantasticfrank.se
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum – sér í lagi þar sem ég er ekki oft með svona, þá er gaman að heyra hvort að ykkur líkar?
Alltaf gaman að kíkja í og fá innblástur frá öðrum heimilum 🙂 Væri alveg til í svona af og til. Orginallinn þú ert samt skemmtilegust ef ég á að vera alveg hreinskilin 😉
P.S. fæ líka í hnén af að sjá þessa glugga og hurðina!! Mæ ó mæ!!
Þú hefðir nóg að gera þarna og það er bara Paul í hverju rúmi bara snilld.
Mjög fallegt heimili, hef elskað svona franska glugga frá því að ég var lítil stelpa og þessir gluggar eru hreinlega með þeim fallegri