…á nýjan leik – en í þetta sinn bjartur og fagur og svei mér þá – örlar á sumri!
Við erum reyndar svo nægusöm á þessu landi, að það dugar okkur oftast nær að sjá í þessa gulu á himni – hitastigið þarf ekkert alltaf að fylgja með 😉
Á föstudaginn sýndi ég ykkur borðstofuborðið (sjá hér), sem komst í samt lag eftir skápabröltið mitt (sjá hér) og er því ekki úr vegi að kíkja aðeins yfir restina af eldhúsinu….
Svona fyrst þetta leit allt saman sómasamlega út…
…ég hef nú áður verið með bláa veggdiska þarna – og ákvað að endurtaka leikinn. Finnst þetta alltaf vera skemmtileg leið til þess að breyta til og koma með smá lit inn í eldhúsið…
…og auðvitað eru bambar þarna út um allt…
…diskana hef ég flesta keypt í Köben á Antíkmörkuðum, en þetta finnst svo sem víðar…
…og ég er gazalega svag (svo dönsk) fyrir þessum öllum…
…talandi um að vera svag fyrir einhverjum.
Það er víst enginn vafi á hver er uppáhalds mannveran hjá honum Stormi en hann er verulega kátur þegar að húsbóndinn kemur heim að vinnudegi loknum…
…hann kann sér vart hóf…
…og verður alveg hoppandi kátur 🙂
…gamla kannan var keypt í Köben og mér þykir hún svo falleg…
…eins sjást þarna smámerki um Danmerkurferðuna góðu – lítill sætur bolli…
…þessi litur sko!
Hann bara varð að koma með heim…
…síðan er maður alltaf að leita að einhverju skemmtilegu í glerkrukkurnar. Núna eru þarna pastaskrúfur og bruður, gasalega búsældarlegt og lekkert…
…og sjáið bara krukkuna góðu á eyjunni…
…snilld að geyma bara smá möffins í henni – allir glaðir sko…
…ommnommnommm…
…í þessari krukku voru kanilsnúðar – en þeir kláruðust fyrst…
…og jújú, þarna er ég með mokkabolla og diska í krukku – svona er ég bara kreisí sko…
…og þetta var nú allt og sumt!
Vona að þið hafið átt yndislegan dag ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Hvernig í ósköpunum geturðu haft karamellurnar í svona glæru íláti??? Þær myndu klárast hjá mér á núll einni!
En annars…yndislegur mánudagspóstur hjá þér. Töff að hafa bollana í krukkunni. Um að gera að hafa svona fallega bolla sýnilega 😉
Knús í hús og góða vinnuviku 😀
Þetta er ekkert mál, nema bara þegar að ákveðin vinkona mín kemur í heimsókn – þá heyrist ekkert í henni því hún er með munninn fastann af karamellum. Það er eins og þetta hætti að vera spennandi þegar að þetta sést alltaf 🙂
Krakkarnir biðja stundum um eina og eina, og þá er það bara allt í góðu 🙂
Knús og sömuleiðis
Afskaplega fallegt hjá þér, hvar fékkstu glerkrukkurnar með cheriosinu og bruðunum?
Takk Vala Dögg – krukkan undir bruðunum er úr Borð fyrir 2, en stóra Cherrios-krukkan er frá Blómaval frá því endur fyrir löngu.
H+er er allt um krukkurnar: http://www.skreytumhus.is/?p=22320
Allt svo fallegt.