Mmmmmánudagur…

…á nýjan leik – en í þetta sinn bjartur og fagur og svei mér þá – örlar á sumri!

Við erum reyndar svo nægusöm á þessu landi, að það dugar okkur oftast nær að sjá í þessa gulu á himni – hitastigið þarf ekkert alltaf að fylgja með 😉

Á föstudaginn sýndi ég ykkur borðstofuborðið (sjá hér), sem komst í samt lag eftir skápabröltið mitt (sjá hér) og er því ekki úr vegi að kíkja aðeins yfir restina af eldhúsinu….

04-Skreytumhus.is 1.06.2015-018

Svona fyrst þetta leit allt saman sómasamlega út…

02-Skreytumhus.is 1.06.2015-016

…ég hef nú áður verið með bláa veggdiska þarna – og ákvað að endurtaka leikinn.  Finnst þetta alltaf vera skemmtileg leið til þess að breyta til og koma með smá lit inn í eldhúsið…

05-Skreytumhus.is 1.06.2015-019

…og auðvitað eru bambar þarna út um allt…

22-Skreytumhus.is 1.06.2015-036

…diskana hef ég flesta keypt í Köben á Antíkmörkuðum, en þetta finnst svo sem víðar…

23-Skreytumhus.is 1.06.2015-037

…og ég er gazalega svag (svo dönsk) fyrir þessum öllum…

24-Skreytumhus.is 1.06.2015-038

…talandi um að vera svag fyrir einhverjum.

Það er víst enginn vafi á hver er uppáhalds mannveran hjá honum Stormi en hann er verulega kátur þegar að húsbóndinn kemur heim að vinnudegi loknum…


07-Skreytumhus.is 1.06.2015-021

…hann kann sér vart hóf…

08-Skreytumhus.is 1.06.2015-022

…og verður alveg hoppandi kátur 🙂

06-Skreytumhus.is 1.06.2015-020

…gamla kannan var keypt í Köben og mér þykir hún svo falleg…

09-Skreytumhus.is 1.06.2015-023

…eins sjást þarna smámerki um Danmerkurferðuna góðu – lítill sætur bolli…

11-Skreytumhus.is 1.06.2015-025

…þessi litur sko!

Hann bara varð að koma með heim…

21-Skreytumhus.is 1.06.2015-035

…síðan er maður alltaf að leita að einhverju skemmtilegu í glerkrukkurnar.  Núna eru þarna pastaskrúfur og bruður, gasalega búsældarlegt og lekkert…

12-Skreytumhus.is 1.06.2015-026

…og sjáið bara krukkuna góðu á eyjunni…

13-Skreytumhus.is 1.06.2015-027

…snilld að geyma bara smá möffins í henni – allir glaðir sko…

15-Skreytumhus.is 1.06.2015-029

…ommnommnommm…

16-Skreytumhus.is 1.06.2015-030

…í þessari krukku voru kanilsnúðar – en þeir kláruðust fyrst…

19-Skreytumhus.is 1.06.2015-033

…og jújú, þarna er ég með mokkabolla og diska í krukku – svona er ég bara kreisí sko…

20-Skreytumhus.is 1.06.2015-034
…og þetta var nú allt og sumt!
Vona að þið hafið átt yndislegan dag ♥

18-Skreytumhus.is 1.06.2015-032

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

6 comments for “Mmmmmánudagur…

  1. Margrét Helga
    01.06.2015 at 22:14

    Hvernig í ósköpunum geturðu haft karamellurnar í svona glæru íláti??? Þær myndu klárast hjá mér á núll einni!

    En annars…yndislegur mánudagspóstur hjá þér. Töff að hafa bollana í krukkunni. Um að gera að hafa svona fallega bolla sýnilega 😉

    Knús í hús og góða vinnuviku 😀

    • Soffia - Skreytum Hús...
      01.06.2015 at 22:19

      Þetta er ekkert mál, nema bara þegar að ákveðin vinkona mín kemur í heimsókn – þá heyrist ekkert í henni því hún er með munninn fastann af karamellum. Það er eins og þetta hætti að vera spennandi þegar að þetta sést alltaf 🙂
      Krakkarnir biðja stundum um eina og eina, og þá er það bara allt í góðu 🙂

      Knús og sömuleiðis

  2. Vala Dögg
    03.06.2015 at 08:40

    Afskaplega fallegt hjá þér, hvar fékkstu glerkrukkurnar með cheriosinu og bruðunum?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      03.06.2015 at 08:46

      Takk Vala Dögg – krukkan undir bruðunum er úr Borð fyrir 2, en stóra Cherrios-krukkan er frá Blómaval frá því endur fyrir löngu.

      H+er er allt um krukkurnar: http://www.skreytumhus.is/?p=22320

  3. Ragnhildur
    25.06.2018 at 08:12

    Allt svo fallegt.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *