Litla "leyndarmálið" mitt…

..er verslunin Tiger.  Það er alltaf gaman að rölta þar í gegn og oftar en ekki finn ég pínulitla fjársjóði sem að kosta ekki hönd og fót.  Eins og þennan litla unga vin minn hérna fyrir neðan, hann situr í herbergi litla mannsins og gleður mitt auga á hverjum degi.

Þessar tösku, og margar fleiri, fékk ég í Tiger.  Það er sko uglur á henni, hmmmmm 🙂  Þessi kostaði aðeins 600kr og er snilld í barnaherbergið – alltaf nóg af smádóti til að geyma í svona hirslu.

Mig langaði alltaf svo í þessa uglur frá Pottery Barn, lét það eftir mér að kaupa þessa stærri grænu en hin var uppseld þegar ég ætlaði að kaupa hana. 

Hvað finn ég í Tiger, tvíburasystur hennar fyrir aðeins brot af verðinu.

Þennan sæta veggsnaga sem heitir Dino og er eftir Jetta Scheib er hægt að fá í Ilvu og þar kostar hann kr. 3.495, en ég keypti þennan á jólamarkaðinum hjá Tiger í Smáralind – á aðeins kr. 500 🙂

Svo er líka til þessi flotti bleiki fílasnagi eftir sama hönnuð..

Mig hefur líka lengi langað í þennan hérna stjaka sem að fæst á ýmsum stöðum í USA. 
Hvað fann ég svo í Tiger, þennan flotta litla lótusstjaka – fyrir aðeins 400kr 🙂
Posted by Picasa
Tiger stendur alveg fyrir sínu!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

7 comments for “Litla "leyndarmálið" mitt…

  1. Anonymous
    18.01.2011 at 08:58

    Sammála ,Tiger er bara æði.Ég fékk svo ótrúlega flott spegilskartgripaskrín þar fyrir jólin,og spegil og skartskripaskrín í stíl,alveg geggjað flott.Líka ugluljósaseríu í barnaherbergið og flott hvítt jólaskraut.
    Æðislegur lótus kertastjaki,mig langar í!
    Kv Sigga

  2. 18.01.2011 at 09:10

    Haha Sigga, ég sá einmitt spegilskartgripaskrínið fyrir jólin og langaði í það! Fór aðeins seinna til að kaupa og þá var það búið :S

    P.S Kærar þakkir fyrir að vera svona duglegur kommentari 🙂

  3. Anonymous
    18.01.2011 at 10:06

    Greinilega margt sniðugt hægt að fá í Tiger. Maður þarf greinilega að vera duglegri að kíkja þangað;)

    Kv.Hjördís

  4. Anonymous
    18.01.2011 at 17:55

    Fór í Tiger áðan og kom heim með ýmislegt skemmtilegt t.d. bleikan uglu bauk, uglu seríu í túrkís og grænu (var bara í stelpulegum litum fyrir jól) og æðislega járntösku með uglu;)

    Kv.Hjördís

  5. Anonymous
    20.01.2011 at 23:28

    Búin að kaupa sona snaga (græna Dino), takk fyrir ábendinguna, þeir eru æði.
    Kv. Auður.

  6. Anonymous
    29.01.2011 at 13:53

    Nú þarf ég að bruna í Tiger. Langar svo í svona ugluseríu í herbergið hjá gaurunum mínum. Takk fyrir að deila þessum hugmyndum þínum !
    kv. Gulla (ókunnur aðdáandi úti í bæ) 🙂

  7. Anonymous
    29.01.2011 at 14:01

    Sæl aftur,
    Gleymdi að minnast á flottu tréstafina sem ég sá þar um daginn. Stórir, hvítir með segli aftan á. Eitthvað takmarkað eftir en vonandi koma þeir aftur !
    kv. Gulla

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *