Nate Berkus..

..er krúsídúlluinnanhúshönnuðurinn sem að varð frægur í gegnum þáttinn hjá Oprah Winfrey.
  Hann er núna með sinn eigin þátt, heimasíðu, bækur og línu af alls konar fallegum hlutum sem seldir eru um allt USA.



Photo: Roger Davies for Elle Decor, Design: Nate Berkus



Ég var að skoða heimasíðuna hans og fann þar nokkur bráðsnjöll örverkefni.
Gamlir rammar = bráðsnjallt að setja eitthvað flott efni í rammana, eða gamlar myndir, flottar myndir úr tímaritum, eða bara innpökkunarpappír, og nota síðan ramman sem bakka á borð.
Gamlar nælur = setja segul á þær og nota sem ísskápssegla, bling á ísskáp! 
Gamlar peysur í skápnum = nauts, nýjir púðar í sófann.
og svo í lokin, skreytum með skrautinu okkar.  Armbönd sem servéttuhringir og hálsmen sem veggskraut 🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

2 comments for “Nate Berkus..

  1. Anonymous
    19.01.2011 at 11:44

    Hann er auðvitað bara æði 😉
    Kv.Margrét

  2. Anonymous
    19.01.2011 at 11:46

    ohh nate vinur minn, ég felldi nú nokkur tár þegar hann kom í oprah og sagði söguna af því þegar hann missti kærastann/lífsförunautinn þegar að flóðbylgjan skall á tælands/indlands strendur.

    kv. Bryndís

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *