…ahhhhhh þið eruð yndi ♥
Hjartans þakkir fyrir öll fallegu kommentin og like-in í gær. Gaman að þið voruð jafn kát með skápinn og ég.
Svo er það náttúrulega, eftir að hafa “sprengt” húsið, eins og sást á myndinni í gær, þá er dásemleg að ná aftur þessu stigi.
…ég fór síðan í Indiska um daginn og tók nokkrar myndir, og auðvitað – alveg óvart féll ég fyrir smátterí-i.
Ég er í svo miklum “bóhem”-ham þessa daganna. Kenni öllum þessum áströlsku þáttum sem ég er að horfa á um þetta. Þarf einmitt að sýna ykkur instagram hjá einni dömu sem er með svo flottan stíl. En yfir í annað, ef maður er í bóhem-ham, þá er Indiska alveg stórhættuleg, og auðvitað stórskemmtileg 🙂
Það sem þið sjáið hérna er dúkur, svona landakortadúkur – þið vitið hvað ég á erfitt með svoleiðis. Tveir risabollar, sem ég ætla að setja kryddjurtir í. Þetta dásemdarkerti, og þið ættuð bara að finna lyktina. Kermamikbretti, með svona fallegu mynstri. Síðan þessir “gaflar”/prjónar með heitum á kryddjurtum á…
…kryddjurtaprjónarnir eru alveg í uppáhaldi…
…svo flott kertaglösin sjálf…
…sko, meira segja Íslandið…
…förum svo í ferlið að raða á borð – reddí?
Tómt borð, autt og nóg af plássi…
…dásemdardúkurinn kominn á…
…sem mér finnst alveg æðislegur…
…love it…
…ákvað að nota þennan blómapott sem ég fann um daginn, og svei mér þá – hann er merktur Arabia undir…
…og síðan elska ég stóra tréfatið mitt, sem ég fékk frá vinkonu minni ♥
…í öðrum bollanum sést reyndar basil-prjóninn, því að ég fann ekki basil í potti í búðunum – vesen er þetta…
…og svona endaði uppröðunin. Enda er borðið okkar risastór, 1,20×2,20, og getur því tekið við miklum skreytingum – gott fyrir mig 🙂
…ofan í tréfatinu eru skálar, efniðservéttur og kannan mín góða. Ásamt rósmarín og smá greinar í vasa…
…ég setti skál ofan í þennan poka úr H&M home, þannig að auðvelt er að vökva…
…vantar bara basil…
…en mér finnst þessir prjónar æðislegir. Alveg nógu vintage fyrir mig…
Endilega kíkið á mig um helgina í A4 – þar sem ég verð með kynningar og að gera alls konar verkefni í tilefni Föndurdaganna. Það er 25% afsláttur af öllum föndurvörum og á þessari mynd sjáið þið hluta af efninu sem ég verð að vinna með:
– 29. maí í A4 Skeifunni frá 16:00 – 19:00
– 30. maí í A4 Kringlunni frá 14:00 – 18:00
– 31. maí í A4 Smáralind frá 14:00 – 18:00…
Annars segi ég, og Stormur líka, bara góða helgi og njótið vel ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Þetta er fallegt, ég þarf greinilega að kíkja í Indiska. Manstu nokkuð hvað dúkurinn kostaði?
Fann loksins miðann, 145x240cm – og kostaði 6.495 🙂
Tek undir með Guðrúnu…væri til í að vita bæði verð og málin á dúknum…líklega 1,5 x 2,5 m…eða hvað?
Yndislegur póstur, dauðlangar að eiga svona ferskar kryddjurtir, kann bara ekki að nota þær almennilega þannig að þær skemmast bara hjá mér :/ Ekki gott…
Já og Stormurinn er bara frábær…
Góða skemmtun á föndurdögum um helgina…verð með þér í anda 😉
Knús í hús og góða helgi!
Fann loksins miðann, 145x240cm – og kostaði 6.495 🙂
p.s. kann ekkert að nota kryddplöntur – finnst þær bara sætar!
Sammála dúkurinn er geggjaður langar íííí.