Enn meiri eldhús..

..mætti halda að ég væri með eldhús á heilanum þessa dagana!
Ég hef áður sýnt ykkur síðuna hjá Jones Design Company-blogginu.  En þau eiga alveg rosalega fallegt heimili.
Þegar þau keyptu sér húsið þá var eldhúsið svona..
alveg hreint ágætt eldhús – svo sem ekkert að þessu.
Þau fluttu síðan inn og betrumbættu aðeins rýmið.  Settu stórann pottarekka í loftið, stóra krítartöflu á vegginn og bara hina og þessa smá muni.
En þegar fram liðu stundir þá fundu þau að þetta var bara ekki að gera sig fyrir þai.  Þannig að eftir að hafa skoðað myndir á netinu og í blöðum þá gerðu þau þessa teikningu af draumaeldhúsinu, þannig að sama innréttingin fékk að halda sér en var gerð að “þeirra”.
Svona er eldhúsið þeirra núna 🙂
Helstu breytingarnar voru að rífa niður efri skápa, mála neðri skápa, stækka eyjuna með því að bæta bókaskáp við endann á henni.  Settu panil á veggina, stækkuðu borðpláss með því að bæta við vínkæliskáp, smíðuðu bekk og settu granítplötur.

Er þetta ekki samt oft málið – að maður þarf að horfa á hlutina í kringum sig og gera þá svo að sínum.  Eins og þegar maður bíður í einhvern tíma með að framkvæma eitthvað, setja upp gardínur eða hengja upp myndir, og svo þegar að hluturinn er loksins gerður þá skilur maður ekkert hvað var verið að slóra við þetta.  Held að íslendingar séu t.d. mjög málingarhræddir þegar það kemur að mublum og innréttingum (sennilegast vegna þess hversu dýrt að kaupa allt svona hérna).
Því segji ég bara, carpe diem!  Gerðu hlutina í kringum þig eins og þú vilt hafa þá, og finndu bara hvað þér líður mikið betur.
Áður:
Eftir:

Þú gætir einnig haft áhuga á:

2 comments for “Enn meiri eldhús..

  1. Anonymous
    20.01.2011 at 14:22

    Þetta eldhus er bara sjúklega flott og kósý,eins og restin af húsinu,þessi kona er algjör snillingur
    Kv Sigga d

  2. Anonymous
    20.01.2011 at 23:33

    Ótrúlega flott, elska þegar hlutir eru innbyggðir eins og bekkurinn.
    Kv. Auður.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *