…enn og aftur! Ég fell sennilegast undir “sælir eru einfaldir” því ég virðist stöðugt laðast að því sama 🙂
Ég var að skoða hérna í tölvunni hjá mér gamlar innblástursmyndir – þið munið kannski eins og maður gerði hérna fyrir tíma Pinterest – þegar maður var að save-a myndir í möppur og skoða bara í ró og næði. Þær eru allar smekkfullar af svörtum skápum. Mig hefur dreymt um svartan skáp með glerhurðum, og hvítann að innan.
Af þeim sökum er ég búin að horfa á grey glerskápinn okkar í langan tíma með löngunaraugum og svo varð úr að ég ákvað að drífa mig í þessu – til hvers að bíða og bíða, ef manni langar enn eftir 2 ár – þá er þetta löööööngu tímabært að mínu mati.
…rétt eins og áður, þegar að ég málaði stofuborðið (sjá hér) og hliðarborðið (sjá hér) þá notaði ég svarta útimálninginu frá Slippfélaginu. Verandi sérlega bráðlát, og kannski bara löt, þá var ekkert pússað og ekkert grunnað – égveit ég veit – fæ að súpa seyðið af því síðar…
…en þetta hefur haldið mjög vel, sér ekkert á hliðarborðinu…
…en stofuborðið, sem fékk btw lakkyfirferð á eftir (en ekki hliðarborðið) það sér aðeins á því – þeim megin sem krakkarnir sitja alltaf og eru…
…eeeeeen – ég er svo skrítin að svona fer ekkert í taugarnar á mér – mér finnst þetta bara virka eldra og meira töff…
…og svo – ef það þarf að laga – þá má alltaf bletta aðeins í, ekki satt?
…þannig að yfir í skápinn blessaðann, sem var tæmdur og strippaður af öllu góssi…
…og af þeim sökum sprakk eldhúsið mitt með hvelli – varla sá staður sem hægt var að leggja frá sér glas eða skeið…
…hér er síðan búið að mála hann að utan – sést ekki mikill munur svona beint – en þó. Svo fór ég að mála með hvítu innan í, en mér fannst það vera of hvítt…
…þá ákvað ég að nota bara gráu málninguna sem er á efri hlutanum í stelpuherberginu – Dömugrár, SkreytumHús-litur hjá Slippfélaginu, og málaði skápinn að innan með honum. Það varð mýkra en að nota hvítann og ég var alveg að fíla þetta…
…því reif ég mig úr sokkum (eða var á tánum – man það ekki alveg) og náði í klúta og setti undir fæturnar á skápnum og ýýýýýýýýtti honum yfir á næsta vegg…
…og svo er það það skemmtilega – raða og raða…
…og að lokum leit hann svona út!
Munurinn er kannski ekki mikill en samt svo mikill. Mér finnst hann eitthvað svo mikið meira töff svona – kannski kjánalegt að segja um skáp – en engu síður – töff skápur…
…hreinlegri?
…og ég á reyndar eftir að fara yfir hann aftur með sandpappír og laga aðeins – ég bara varð að klára í hvelli til þess að losa eldhúsið undan þessari ánauð sem það var í þegar að drasl var útum allt…
…sumstaðar skín í gegn í viðinn – and I like it 🙂
…og núna fær einhvern veginn allt að njóta sín svo vel – að mínu mati…
…bakgrunnurinn virkar hvítur þarna, en þetta er svona rétt föööölgrár, þannig að hann er hlýr að sjá…
…og þarna lifa allir í satt og samlyndi – karafla og kanna úr Góða og Iittalaglösin mín fögru, ásamt bakka úr Rúmfó í baksýn – sko, allir vinir…
…enda, eins og ég hef áður sagt, þá skiptir það ekki máli hvaðan gott kemur…
…gamla bollastellið frá mömmu og pabba…
…bollinn minn, sem var málaður handa mér og er með ljóði til mín aftan á – þarf að sýna ykkur hann betur einhvern daginn. Eins eru þessir tveir fallegu blómakertastjakar málaðir af henni mömmu minni núna nýlega. Svo auðvitað púnsglösin/bollarnir góðu…
..dásemdar ljónaskálarnar mínar, og sósukanna sem ég fékk á antíkmarkaði úti í Köben…
…og silfrið…
…Iittala glösin koma frá foreldrum eiginmannsins…
…en þessir diskar og skálar frá Broste eru úr stellinu sem við fengum í brúðargjöf…
…og safn af vösum í neðstu hillunni…
…ég ákvað að mála hillurnar svartar undir – fannst það skemmtilegra…
…og þannig fór það…
…allt komið á “sinn” stað og look-ar bara vel, að mínu mati…
…og ég? Ég er sko alsæl með “nýja” skápinn minn…
…Stormurinn líka alveg rólegur yfir þessu öllu – sum sé, bara allir glaðir 🙂
Er hann ekki bara flottur, þessi elska?
…og á morgun, kannski meira um þetta?
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Æðislega flott hjá þér! Er sammála að hvíti liturinn inni í skápnum var of hvítur, grái kemur miklu betur út. Og snilld að hafa hillurnar svartar undir. Gefur mikinn svip 🙂
Og Stormurinn…hann er náttúrulega bara yndislegur! Stillingarnar sem þessi hundur liggur í eru bara kostulegar! 😀
Takk fyrir frábæran póst! Knús í hús 🙂
Oh…átti að vera stellingar, ekki stillingar!
Stormur liggur stundum svona eins og “ísbjarnarfeldur” á gólfinu 😉
Ó hann er gordjöss!
Òtrúlega flottur!!:)
Auðvitað er þetta málið!
Hlutirnir njóta sín mikið betur. Ég er með skáp sem ég ætla að gera þetta við 🙂
Hann er æðislegur svona svartur klárlega vel sýnilegur munur þrátt fyrir að hafa verið dökkur fyrir.
Ofsalega fallegt, á einmitt skáp úr RL http://www.rumfatalagerinn.is/stofa/eldhsskpar-og-skenkir-1/royal-eik-glerskapur-2-hurir-25481008?filter_name=royal sem mig hefur langað að mála en ekki getað ákveðið litinn, gæti líka trúað að ég yrði að grunna hann fyrst. Spurning að hafa hann svartan, þetta kemur æðislega vel út hjá þér 🙂
Takk fyrir að deila snilldinni 🙂
Þessi yrði mjööööög flottur svona líka 🙂
You have outdone yourself sista! Luv it…. Ég sá ekki alveg hliðarnar á skápnum… Er gler í þeim?
Jebbs, gler í hliðum 🙂
og þeinks!
Skápurinn er æðislegur svona. Er hillan í stofunni (sem sést á einni myndinni) ekki næst? Væri flott að mála hana í stíl 🙂
Tjaaaa……enn sem komið er fíla ég hana í viðarlitinum – má ekki vera eins og þegar Mr. Bean málaði hjá sér 😉
https://www.youtube.com/watch?v=T9MAmWnOznI
VÁ VÁ VÁ – hann er æðislegur!
Ótrúlega vel lukkað, svo áttu bara svo marga fallega hluti, sem fara einstaklega vel í skápnum
Svart er alveg málið núna – æðisleg breyting 🙂
Má ég forvitnast hvar þú fékkst glerboxið utan um Maríu Mey ?
Glerboxið er “lukt” úr Rúmfó, og kostaði um 4990kr 🙂 Held að það séu enn nokkrar til á Korputorgi.
Hvaða málningu notaðir þú snillingur?
Ég notaði svarta útimálninginu frá Slippfélaginu – mynd af dósinni efst í póstinum 🙂
Elska skápinn þinn. Átti svona skáp en seldi hann fyrir löngu síðan. Græt það í dag!!
Svo flott allt sem þú tekur þér fyrir hendur.
Sæl Dossa.
Þú notar útimálningu og hvorki pússar né grunnar og segir að þú munir súpa seyðið af því seinna meir. Meinarðu þá að málningin muni flagna með tímanum? Ég man eftir því einu sinni þegar ég málaði furuhillu og hvorki grunnaði né pússaði, að þá gat ég hreinlega flett málningunni af!
Mér finnst skápurinn þinn ÆÐI!
Hæhæ 🙂
Þegar ég skrifa þetta þá er það af því auðvitað “á” að pússa hlutinn aðeins upp og grunna og í raun “vinna vel”. En ég var/og er oft aðeins á undan sjálfri mér og liggur of mikið á til þess að hugsa þetta svona. Hins vegar get ég sagt núna, með 3ja ára reynslu að þetta hefur ekki komið að sök. Þessi málning helst vel á og þar sem ég var ekki að lakka yfir, þá gæti ég bara blettað í eftir þörfum. En, so far so good og skápurinn er þrælfínn enn í dag 🙂
Takktakk!
Fallegur – hvað tók langan tíma að græja þetta ?
Takk fyrir 🙂
Þetta voru 1 eða 2 dagar!