…það er nú ekki í fyrsta sinn sem ég lendi í því að kaupa eitthvað í þeim Góða, eitthvað sem mér finnst bara vera svo fallegt – en hafa í raun engann stað eða tilgang fyrir það. Síðan þegar heim er komið, þá bara *DING* kveiknar á ljósi fyrir ofan hausinn á mér og bara: jáááá, auðvitað 🙂
Um daginn, þá keypti ég púns-skál með fullt af glösum. Einmitt, af því að ég er svo mikil drykkjukona! En bæði skálin og glösin voru fögur og það gladdi mig og fékk því að koma með heim. Það þarf náttúrulega alltaf að vera að bjarga einhverju með heim…
…eru þau ekki fín, þessi glös?
Svo fallegt glerið í þeim…
…þykkt og flott…
…einu sinni, í fyrra, keypti ég líka alls konar litlar undirskálar/kökudiska sem pössuðu ekkert saman, en pössuðu samt svo vel saman – þið vitið. Getið skoðað þann póst hér (smella)….
…en með nýju bollunum mínum þá datt mér þetta í hug…
…og mér finnst þetta pínu lítið dásamlegt…
…allt gamalt en samt svona módern útfærsla af þessu…
…gæti nú verið skemmtilegt að bjóða upp á kaffitár í þessum…
…og það er svo gaman að því hversu vel diskarnir fá enn að njóta sín…
…og af því að bollarnir eru allir eins – þá myndar þetta samt skemmtilega heild…
…heppilegt að finna skálina í Góða með alveg 11 bollum í.
…fellur þetta undir spilun eða bilun? 🙂
…rambar kannski alveg á brúninni, eða hvað?
…ja, mér fannst þetta skemmtilegt.
Plús það, það er nú ekki oft sem að fólk fær tækifæri til þess að draga fram þessar blessaðar púnsskálar og hví ekki að finna þeim nýjan tilgang og kannski bara tækifæri til þess að nýtja þær oftar?
*knúsar*
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Tótallý spilun! Kemur ofboðslega vel út og passar fullkomlega saman 😀 Snillingur! 🙂
Pottþétt spilun þetta er geggjað saman. Þú ert endalaust ótrúlega flink ap raða saman.
Hæ hæ ….algjörlega SPILUN 🙂 VÁ æði …
Kkv.
Flott
Frábær hugmynd, þarf að stela þessari 🙂
kv
Vala Sig
Ert alltaf sami snillingurinn……á ekkert orð yfir hversu flott nýju bollapörin ( púns-pörin) þín eru…..allir drykkjir úr þessum dásemdum smakkast 100% betur…..get lofað því…..<3…..kv Birgitta…
Haha snilld, ég fékk alveg eins sett í brúðargjöf 1982! Það fylgdi settinu önnur minni skál sem var látin vera á hvolfi undir þessari stóru! Hef notað skálarnar mikið undir salöt í veislum en bollarnir hafa sáralítið verið notaðir öll þessi ár! Nú langar mig líka að hugsa pínulítið út fyrir ramman…
Skemmtilegt að sjá. Ég á einmitt púnsskál og bolla frá ömmu og bollarnir eru aldrei notaðir. Fannstu undirskálarnar í Góða? Amma gaf mér einu sinni 2 málaða matardiska, þeir eru alveg eins og ein af undirskálunum þínum með bátnum. Ég veit einmitt ekki alveg hvað ég á að gera við þá..
Algjör spilun 🙂