"Ljóta dótið" í strákaherbergjum..

..hefur verið til umræðu í kommentunum hjá mér 🙂  Sem sé að venjuleg börn vilja leika sér með dót sem að passar ekkert endilega inn í blúndufídusa og skreytiþörf móðurinnar.  Ég fór því að velta þessu fyrir mér með strákana og dótið þeirra, og hvernig er best að draga herbergin þeirra saman í heilstæða mynd sem er samt flott og skemmtileg fyrir þá.
http://hallready.blogspot.com/2010/09/style-of-nathan-egan.html
Mér finnst eins og það sé einfaldast að mála herbergið í einhverjum fallegum lit til þess að ná vissum hlýleika í herbergið – og þó, herbergið getur líka verið hvítt en þá þarftu kannski meira af fylgihlutum til þess að flikka upp á það.
Svo eru það húsgögnin.  Oft hægt að kaupa fallegar hillur inni á barnalandi eða í góða hirðinum sem að mættu vel kynnast málningarbursta.  Þetta er auðveld leið til þess að gera húsgögn samstæð og líka til þess að koma með skemmtilega fallega liti sem að flikka upp á herbergi í hvelli.



Sniðugt að veggfóðra inn í hillurnar, eða mála bakið á þeim.



Svo er það í strákaherbergi eins og í stelpuherbergi, númer 1, 2 og 3 er skipulag.  Til þess að vera með skipulag þarf að vera nóg af hirslum og geymsluplássi.  Ef hver hlutur á sinn stað þá er auðveldara að ganga frá – það er bara þannig. 
Mörg herbergi sem sýnd eru á netinu og á bloggunum eiga næstum ekkert skilið við raunveruleikann.  Þau er gullfalleg en maður fær á tilfinninguna að mæðurnar myndu fá taugaáfall ef einn rauður Spiderman myndi hoppa upp úr kassa á jólunum og ráðast þannig inn í pasteltilveru þeirra 🙂
Hér er eitt herbergi sem að mér fannst vera bara frekar “real” og samt mjög flott – ég sá alveg barn fyrir mér að leika sér þarna 🙂

Þetta herbergi byggist upp á venjulegum húsgögnum, bara eitthvað flott sem hægt er að kaupa í IKEA.  Nægu geymsuplássi, skúffur, hillur og kassar.
Nokkrir fallegir hlutir, myndir á veggjum, flottir bílar, sætir bangsar, hnettir.
Flottur litur á veggjunum, sem að gefur herberginu hellings karakter.
Þetta er herbergi sem er auðveldlega framkvæmanlegt hjá hverjum sem er – held ég!
Hér er annað slíkt herbergi!
Hér hafa hillur verðið einfaldlega sérsmiðaðar inn í herbergið.  Bráðsniðug lausn sem að fullnýtir plássið til hins ýtrasta.  Nægt hillupláss.  Fullt af körfum.  Flottur litur í bakinu á hillunum sem að gefur herberginu skemmtilegan svip.  Ég þori að fullyrða að Spidey gamli gæti sko alveg setið í þessari hillu án þess að fara í taugarnar á nokkrum 🙂



http://www.hazyjane.com.au/



Svo er bara best að fara ekki offörum í neinu “þema”.  Það er svo auðvelt að sleppa sér í einhverju þema (ég veit ég er vond er hér er t.d. prinsessuherbergi þar sem að mér finnst aaaaðeins of mikið prinsessað). 
  • Fallegar myndir á veggi, teikningar, ljósmyndir eða innrammaðar myndir úr bókum.  Ef það verða að vera ofurhetjur, af hverju að kaupa þá ekki teiknimyndasögur og ramma þær inn?
  • Vera með hillur, nægilega hátt til þess að litlir puttar ná ekki endilega í, vera þar með smá punterí – fyrir mömmurnar 😉
  • Bækur eru alls staðar fallegt skraut og gefa herberginu mikinn svip, sem og litlum krílum sem að lesa þær af áfergju.
  • Körfur eru oft fallegri en einhverjir pappakassar með myndum á, fjárfesta í flottum körfum í IKEA t.d.
  • Allir litlir guttar eiga einhverja bangsa, flestir heilan helling, nota þá sem skraut í hillur.
  • Bílar og risaeðlur eru flott hilludjásn.
Ég held að möguleikarnir séu endalausir, en hvað veit ég svo sem, minn litli gaur andmælir ekki neinu enn – kannski kemst ég að því að þetta er allt vitleysa 😉

Pictures from google!



Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “"Ljóta dótið" í strákaherbergjum..

  1. Anonymous
    27.01.2011 at 13:39

    Græni liturinn er algjört æði…langar bara út í búð og byrja að mála 🙂
    ég þarf svo að fara í breytingar á herberginu þeirra en ég fæ mig bara ekki verkið en kannski hefst þetta með vorinu
    takk fyrir skemmtilegar hugmyndir Soffía mín
    Kveðja, Margrét

  2. Anonymous
    27.01.2011 at 19:09

    Frábærar hugmyndir, en í sambandi við ljótt dót, má maður ekki bara spreyja spidermann hvítann? He he he ég er nl búin að fjárfesta í hvítum og svörtum brúsum 😉
    Kv. Auður.

  3. Anonymous
    30.01.2011 at 20:18

    Takk fyrir þetta. Ég (Kristín Hrund) er sammála þér með græna herbergið – það er rosalega flott og “raunverulegt”. Ég er einmitt að reyna að koma herbergi strákanna í lag og ætla að hafa þetta í huga.Kveðjur úr Mosó, Kristín Hrund.

  4. Anonymous
    14.05.2012 at 17:22

    Rosalega flott þetta græna, kannski maður fari að koma sér í gírinn og gera eitthvað skemmtilegt.
    kv Svava

  5. Anonymous
    14.05.2012 at 20:51

    Takk fyrir þetta.

    jú finnst Græna herbergið flott og mætti yfirfæra í blátt í mínu tilfelli 😀 spidermann er ekki aðalmálið hjá mínum gaur heldur Cars sérstaklega hann Finnur macskot 😀 ….. ég er samt sérstaklega spennt fyrir því að setja langt borð við einn veggin eins og er í grænaherberginu ….. er bara hrædd um að gólfplássið eigi eftir að minnka mikið. En þetta virkar samt nett á myndinni. Ju það er náttúrlega skipulagið sem þarf að laga að mestu 🙂

    kv Anna Sigga.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *