Litli listamaðurinn..

..á okkar heimili á sér listamannshorn.  Í skrifstofuherberginu okkar er sem sé horn með aðstöðu fyrir hana til að lita, klippa, líma, skreyta, perla og lesa – og hún elskar það!

Hún eyðir ótrúlega miklum tíma þarna og getur dundað sér endalaust.  Okkur finnst þetta líka yndislegt að hafa hana svona nærri okkur þegar við erum að tölvast. 

 Mæli hiklaust með þessu, að koma upp aðstöðu einhversstaðar þar sem að fjölskyldan eyðir einhverjum tíma, í stað þess að láta þau vera inni í herberginu sínu ein 🙂


(Myndin vinstra megin er af okkur foreldrum hennar og er hún á milli okkar, svo hló hún mikið og sagði “mamma, ég er eins og könguló” – myndin hægra megin líka af foreldrunum og litla kúlan á milli er hún)



Hér er ótrúlega falleg aðstaða hjá annari dömu einhversstaðar í hinni stóru Ammmeríku.

5 comments for “Litli listamaðurinn..

  1. Anonymous
    28.01.2011 at 12:35

    hvar fékkstu föturnar undir litina ?
    kv.Margrét

  2. 28.01.2011 at 13:01

    Náttúrulega í henni Ameríku, í http://www.target.com! Keypti þær í seinustu ferð okkar, sem var í kringum páskana, þá fengust þær á 1$ í blessuðu Targetinu 🙂

  3. 30.01.2011 at 10:26

    Síðan þín er yndislega falleg hingað á ég örugglega eftir að koma oft í heimsókn
    kveðja Adda

  4. 02.05.2011 at 09:03

    Hæhæ vildi bara bæta því við að ég fann mér engar svona fínar dollur þannig ég tók stóru fínu dollurnar sem voru undir SMA mjólkinni ( þurrmjólk) og límdi skrapp pappír utan um og þær eru gordjuss:-)

    kv. Erla

  5. 13.06.2015 at 10:19

    I am happy to join your site.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *