Vasafyllir…

..ein af mínum dyggustu lesendum (hey Bryndís 😉 ) var að spyrja mig um hvað væri hægt að setja í tóma glervasa.  Sérstaklega þar sem að maður er víst ekki alltaf svo lánsamur að vera með afskorin blóm.  Það er náttúrulega hægt að vera með vatn og flotkerti eða eitthvað svoleiðis en vatnið verður svo fljótt leiðinlegt þannig að ég er bara með vatn í vösunum rétt yfir veislur eða við spes tilefni.
Hér koma hins vegar nokkrar hugmyndir af öðrum og óhefðbundnum vasafyllum:
…hérna er vasinn tómur
…og svona er hann með könglunum og einum hnetti
…síðan getur verið skemmtilegt að setja bara gamlar (eða nýjar) ljósmynir ofan í vasann 

….hér er lítil græn lengja (fæst svipað í Blómavali) og síðan er búið að taka eitt blóm af gerviorkídeu

…og síðan er þessu bara komið fyrir í vasanum

…hér eru bara hvít kerti notuð, en þá var of mikið að vera með logandi kertin við hliðina þannig að þau voru fjarlægð 

…lítil gerviorkídea í potti 

…og plomps ofan í og la voila
…stafur í vasa

…könglar og sítrónur, óvenjulegir félagar 

…hér er könglar í botninum en gamla skólaskirteinið hennar mömmu er komið ofan í, hægt er að nota hvað sem er – t.d. gömul gleraugu eða eitthvað sem þér dettur skemmtilegt í hug

….könglar og perlufestar 

…og hér er greinaflækja, epli og blóm, og í hinum vasanum er ljósmynd 

…fleiri myndir og í annarri krukkunni er gamall vegabréf frá pabba 🙂

Hér eru líka hugmyndir sem að áður hafa komið.  Síðan er hægt að setja hnetur, korktappa, lime, skrautsteina og láta sprittkerti standa á þeim.
Nú er bara að láta hugann reika og finna eitthvað skemmtilegt 🙂

2 comments for “Vasafyllir…

  1. Anonymous
    02.02.2011 at 08:50

    takk æðislega fyrir hugmyndirnar, ekkert smá flott hjá þér allt saman 🙂

    kv. Bryndís

  2. Anonymous
    03.02.2011 at 17:37

    Flottar hugmyndir! Er svo hrifin af hnöttunum. Heldurðu að það sé hægt að fá þá einhvers staðar?

    kv. Gulla

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *