Myndavélatöskur – Kelly Moore Bag

Myndavélin okkar er ansi hreint stór og stend mig að því að nenna hreinlega ekki að drösla henni með mér stundum þegar ég er að fara eitthvað.  Sérstaklega þar sem að myndavélatöskurnar eru flestar svo ljótar, svo er ég með veskið mitt og núna skiptitösku litla mannsins. 
Því er ég búin að vera með opin augun fyrir tösku sem að mér finnst vera flott og gæti virkað sem myndavélataska.  Ekki fannst mér verra þegar að ég fann töskur sem ERU flottar og er fyrir myndavélar.  Þannig að vélin er örugg í töskunni sem er hólfuð og fóðruð 🙂  Þessar töskur heita Kelly Moore Bag og hér er slóðin á síðuna hennar:
Töskurnar eru hver annarri flottari og aðal vandamálið held ég að verði að ákveða týpuna og litinm.
kellymoorebagpromo
Ég held að mér finnst B-Hobo taskan flottust.  Lýst vel á möguleikann að þurfa ekki að renna fyrir heldur að það sé svona loka bara yfir ef að það hentar.  Þá er bara vandamálið með litina.
Taskan kemur nefnilega í mörgum litum en þeir sem að mér lýst best á eru:
B-Hobo Bag l RedB-Hobo Bag l Muted Teal[back in stock late April]B-Hobo Bag l Almost BlackB-Hobo Bag l Walnut[pre-order now: will ship early March]
Mér finnast fyrstu tveir litirnir vera geggjaðir, og svo finnst mér þessi brúna svona passlega “kæruleysisleg” en þá fór ég að pæla í ef maður er t.d. að fara í brúðkaup með græjuna, að þá væri þessi brúna sennilegast alltof kasjúal.  Þannig að það er spurning að vera bara voða venjulegur og taka þessa svörtu!  Hvað finnst ykkur?
En þær eru allar gordjöss ♥
kellymoorebagtealkellymoorebagjujuwalnut
kellymoorebaggreyhobokellymoorebagclassicfuchsia
skrambinn…. þessi gráa er líka geggjuð 🙂
kellymoorebaggreyhobo2

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “Myndavélatöskur – Kelly Moore Bag

  1. Anonymous
    04.02.2011 at 07:51

    finnst sko brúna langflottust, en held það sé rétt það passar kannski ekki við sparioutfittið og maður er oftast með myndavélina þá praktíska hliðin í mér segir því svartur, annars finnst svona dekkri grár litur líka rosa flottur og það gengur alveg í brúðfkaup.

    kv. bryndís

  2. Anonymous
    04.02.2011 at 09:18

    grái….ekki spurning gengur við flest allt 🙂
    kv.Margrét

  3. Anonymous
    18.09.2011 at 23:12

    Töskurnar fást hérlendis á http://www.pollyanna.is
    Ferlega smart.
    Sigga

  4. 20.09.2011 at 00:48

    Takk fyrir þetta Sigga 🙂

  5. Anonymous
    03.10.2011 at 00:21

    Ég keypti mér B-Hobo hjá Pollýönnu og finnst hún æðisleg. Hún er vel stór fyrir myndavélina og tvær linsur og svo hægt að setja síman, veski og þannig dót með í hana. Langaði líka rosalega mikið í Kelly Boy töskuna þar sem tölvan kemst líka í hana. 🙂
    Gilla

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *