..það er stundum sagt að vinir séu fjölskyldan sem að maður velur sér. Þú getur ekki stjórnað því í hvaða famelíu þú fæðist inn í en þú ræður hvaða fólk þú velur þér sem vini.
Mér finnst samt best af öllu þegar að þetta tvennt fer saman. Sem sé þegar meðlimir fjöldskyldunnar eru vinir þínir líka. Til að nefna systur. Systur eru til dæmis þannig vinkonur að þær eru alltaf til staðar. Þið getið rifist og þið þurfið ekki alltaf að vera sammála en þið verðið alltaf áfram systur. Þetta er órjúfanleg bönd sem að binda saman að eilífu.
Ég er það heppin að eiga bæði tvær systur og einn bróður. Síðan er ég enn heppnari með það að þau hafa öll fjólgað sér og komið þannig með fleiri einstaklinga inn í líf mitt sem að auðga það og gera það betra.
Þegar að ég var 7 ára þá eignaðist eldri systir mín sína fyrstu dóttur. Ég skal ekki ljúga neinu, þetta var pínu erfitt – enda bara 7 ára þegar þetta var – og þetta litla kríli var líka svo dásamlegt að það sá enginn sólina fyrir því. Sem sé um leið og ég var að verða svona “kjánaleg”, svona þegar að börn eru að verða krakkar, þá var hún litla frænka mín bara endalaust yndislegust – með stór augu, ljósa slöngulokka og spyrjandi og spekulerandi í öllu. Ég ætlaði á tímabili að verða bara fúl í hana, að stela svona þrumunni minni, en það var ekki séns. Ég eins og allir hinir kolféll fyrir henni 😉
Synd að börn skuli ekki verða með svona 80s höfuðbönd í dag 😉 |
Eftir að ég varð eins eldri þá fór ég að gera mér grein fyrir hversu heppin ég var að systir mín skyldi eignast hana þegar að ég var þetta ung. Sjáið til að með henni eignaðist ég í raun litla systur. Þannig að ég varð enn ríkari en mig grunaði.
Þessi væmnispóstur er sem sé vegna þess að hún litla frænka mín, litla systir mín, guðmóðir sonar míns og ein af mínum bestu vinkonum á afmæli í dag – 4.febrúar! Ég vildi bara senda henni línu opinberlega til þess að óska henni til hamingju með daginn sinn og segja henni hversu glöð og rík ég er, að eiga hana í lífi mínu!
Til hammó með ammó elsku Leggos mín, ég elska þig ♥
Ouuuwwwwwww <:) Lof jú longtæm <3