…og enn erum við í Det Bla Marked…
Det Bla Marked (sjá heimasíðu)
Lysholm Alle 86, 4690 Haslev, Denmark
Þetta tekur ca 40-50 mín að keyra frá Köben…
…var einhver að biðja um skilti?
Nóg var til…
…og allar týpur…
…uglu- og húskertaluktir…
…þessar fannst mér æðislegar – og kannski fékk ein svona að koma með heim…
….og meiri uglur – auðvitað…
…dææææææs – þarna átti ég smá erfitt með mig…
…og aftur hér – því að þessir rammar voru bara dásamlegir…
…verst að ég var að vera svo skynsöm að ég keypti þá ekki þar sem ég var ekki með neitt pláss í huga fyrir þá.
Skrambans skynsemi alltaf…
…já einmitt – þarna átti ég aftur erfitt.
Hélt á tímabili að ég þyrfti að bíta í leðurbelti svona eins og konur gerðu í fæðingum í gamla daga 😉
…hér átti ég hins vegar ekkert erfitt – um það vil ógirnilegasti matur sem ég hafði séð lengi…
…erfiðleikar á nýjan leik. Þessi var stór, örugglega rúmlega meters há og liturinn, ó liturinn…
…kostaði um 7þús – læt það nú vera…
…óóóóóóó, í alvöru talað!
Við erum að tala um að ég var með hljóðum og veinum – þessi kostaði undir 6þús…
…kassar, svona eins og allir eru alltaf að leita að. Tveir saman á 3þús, já takk…
…þetta borð!
…og allir þessir hérna! Dæææææs…
…jújú – sá í það minnsta tvo svona ruggustóla þarna…
…og allir þessir bollar…
…það er spurning hvort að ég eigi að hætta að pína ykkur og mig – eða bara halda áfram?
…mér finnst að það ætti að vera ólöglegt að vera bara með 20kg í almenna þyngd…
…hvernig á það t.d. að ganga upp fyrir konu sem er að reyna að koma svona klukku með heim?
…haha 🙂
…endalaust af fallegum skiltum…
…þetta fannst mér skemmtilegt með myndarömmum fast við…
…og öll þessi litlu og sætu…
…eigum við að ræða þetta eitthvað?
Og hversu þungt það er að flytja heim svona hnífapör?
…nú grét ég næstum – það átti að henda þessu!
Hefði ég getað gert eitthvað fallegt við þetta – ójá 🙂
…ég vildi að ég ætti mörg svona búr og ég myndi hengja þau upp í stórt tré í garðinum, þið vitið svona í sólinni og sumrinu…
…svo svona franskur fílingur í garðinum…
… í básnum hjá honum Palle var mikið af fínerí-i…
…þar á meðal þessi hérna. Hann var gerður úr gömlum jarnglugga – alveg níðþungur og svo fallegur.
Prísinn?
jújú, heilar 100dkr eða 2000kr…
…Palle sjálfur var mikið krútt – með hattinn sinn…
...ég átti í miklum samræðum við sjálfa mig hvort að ég gæti reynt að sannfæra einhvern um að þessi stóll væri bara veski og handfarangur!
…þennan langaði mig að setja bara kerti á og nota sem kertastjaka…
…speglar!
…Svabban mín að semja við Palle um verðið á speglinum 😉
…dásemdar innskotsborð…
…og þessir tveir vinir voru alveg að sprengja krúttskalann…
…hey – svona átti mamma…
….æðislegir! Það er eitthvað við stóla með krossa í bakið sem lætur mig fá í hnén…
…meiri kassar!
..og gamlar dúkkur, pinu krípí en samt svo fallegar…
…við hliðina á markaðinum er nefnilega þessi postulínsbúð…
…skemmtilega uppsett…
…og eftir að setjast í grasið og snæða nesti, þá kvöddum við vinkonurnar Det Bla Market…
...og bæinn Haslev…
…og fórum “heim” í Fredriksberg…
…en engar áhyggjur! Það eru fleiri markaðir eftir, og allar hinar búðirnar og svo auðvitað þessi líka 😉
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Dáist að sjálfsaganum hjá þér kona…ég hefði verslað og verslað og svo alveg úpps, hvernig á ég að koma þessu öllu heim? Og það eru pottþétt karlmenn sem hafa fundið upp 20 kg farangursþyngdarkvótann í flugvélar! 😉
Takk fyrir krúttlegan póst mín kæra. Fékk illt í langavatn og allt í einu langar mig ofboðslega mikið til Danmerkur 😛
Oh, andsk….auto correct. Fékk illt í langarann, ekki langavatn 😀
Haha…..held samt að það sé enn betra að fá illt í Langavatn 😉