…á föstudegi!
Vikan er liðin og enn ein helgin er komin, og tíminn hann flýgur áfram…
…komin heim frá Danaveldi og hausinn er fullur af innblæstri – og nokkrir fallegir hlutir fylgdu með í kaupbæti…
…þó var ég bara nokkuð þæg, og reyndi alltaf að hugsa mig tvisvar um – og í nokkur skipti stoppaði ég og ákvað að ég ætti eitthvað heima sem hægt væri að nota á svipaðann máta – dugleg ég!
…en þess fékk að fylgja með heim og náði að heilla mig alveg ♥
…sitthvað sem ég ætla að sýna í næstu viku…
…fullt frá dönskum mörkuðum, sem á eftir að gera ykkur næstum jafn kreisí og mig – ég var alveg að fara yfir um yfir öllu sem ég gat ekki komið heim!
…þá hjálpa litlu hlutirnir sem komast í töskurnar 😉
…og svo er bara að bíða eftir að grasið fari að grænka smá, og þá kemur vonandi sumarið góða…
…en ef það skyldi rigna, þá ákvað ég að kaupa fallegustu stígvél sem ég hef séð á dótturina, þá gleðst maður í rigningu!
Annars hlakka ég bara til að sýna ykkur nánar það sem kom með heim…
…og segi bara góða helgi og njótið vel!
♥knúsar♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Úúúú…hlakka til að sjá allar gersemarnar 😀
þarft bara að safna í hópferð til úttlandanna og hópurinn safnar í einn gám 😉 sársaukafullt að sjá allt fallega gamla dótið á mörkupum meginlandsins! Stígvélin eru hreint út sagt dáásamleg, mig langar í þau á mig bara!
Yndi….
Sammála …..sætaferð til DK 🙂
Góða helgi …
Kkv.
Hulda