..það er fyrst þegar að maður eignast börn sem að maður finnur hvað tíminn líður hratt. Ég trúi því varla að litla stelpan mín sé núna orðin 5 ára og á næsta ári hefji hún skólagöngu. En tökum einn dag í einu og njótum þess að halda afmælin hátíðleg. Þemað var Barbie (átti að vera Tangled kvikmyndin, en pakkinn týndist í USA-póstinum).
Leikskólavinkonurnar fínu og sætu voru dásamlegar, það var næstum eins og það hefði verið litaþema í gangi (en svo var alls ekki 
…maður bráðnar bara! Allar fengu kórónur og festar 
…daginn eftir kom svo stórfjölskyldan og þá mætti Barbie-kakan á svæðið
…þetta er í annað sinn sem að ég bý til fondant á köku
…fékk bleikt glimmer á kökuna á mommur.is
…krakkaborðið
…keyptum poka með Barbielegum-speglum í Megastore (10 í pakka) og setttum á möffinskökurnar
…”fullorðinsmöffins”
…stundum eru það ekki innihaldið sem að hrífur 5 ára stelpur (þó það hafi staðið fyrir sínu) heldur eru það umbúðirnar sem að skemmta endalaust
p.s. lofa að nú er ég hætt að ræða þetta afmæli! 
Hvar fékkstu silfurkúlurnar sem eru á muffins kökunum?:)