…eða í þessu tilfelli, ansi hreint stór kassi!
Ég sagði ykkur að ég kolféll fyrir stora glerkassanum í Rúmfó í seinasta pósti.
Hann fékk því að fara með mér heim – og ég ákvað að gera einn svona orðalausann póst með hugmyndum af dóti ofan í boxið!
…fallegur gamall kross…
…dásamleg Maríustytta….
…hnettir og heill hellingur af þeim…
…pappakúlur…
…gína og bækur…
…gömul myndavél…
…eða bara orkídea…
…nú eða önnur María…
….vona að þið eigið yndislega helgi!
*knúsar*
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Vá æði þetta er greinilega fjölnota box þarf að ná mér í svona.
Geggjaður með Jesú styttunni.
Góða helgi
Vá…ekki hægt að segja annað en að þessi póstur sé uppfullur af hugmyndum 😀 Takk snillingur…held að þessir kassar/box/luktir eigi eftir að seljast ansi hreint fljótt upp 😉
Knús í hús!
Nauðsynjaeign! Manstu nokkuð hvað boxið kostar? 🙂
Kostuðu 4995kr
Hvar fást svona box?
Fékkst í Rúmfatalagerinum á 4995kr.
Finnst svona kassar svo fallegir og hvað þá með Jesú styttunni 🙂 Á eina Jesú styttu en finnst hún aðeins of lág í kassann, styttan er 37 cm en kassinn er 48 cm á hæð. Þar sem þú ert svo hugmyndarík hvað gæti ég sett undir styttuna svo að hún nyti sín betur? Eða eru kannski til svona styttri kassar einhversstaðar? Kv. Fríða
Ég myndi setja bara fallegar gamlar bækur – fara á markaði og finna litlar í réttri stærð 🙂