Fleiri smábreytingar..

…í herbergi ungu dömunnar!
Ég var búin að kaupa fyrir löngu síðan tvær auka bleikar LACK hillur á er.is.
Eftir jólin veitti ekkert af því að bæta við smá hillu/borð/leikplássi inni í herberginu og ákváðum við þá að setja upp auka hillurnar.  Í stað þess að setja þær bara á vegginn þá settum við þær í leikhæð fyrir stelpuna.
 Þannig að þær nýtast meira eins og leikborð frekar en bara sem hillur.
Þegar var búið að setja þær upp mundi ég eftir spegli sem að ég keypti inn til hennar 2008 en við vorum aldrei búin að setja upp.  Spegillinn var keyptur í Tiger og kostaði aðeins 800kr.
     
 Þvílík hamingja sem að þetta er hjá litlu dömunni.  Henni finnst sko snyrtiborðið sitt geggjað!  Ég keypti líka í Tiger nýlega svona skartgripahengi (svipað og ég á) og hún er með þetta allt saman ásamt ilmspreyjum sem hún fékk í jólagjöf.
     
Snagarnir hennar voru færðir undir hilluna til þess að hún geti geymt veski og annað smálegt.

8 comments for “Fleiri smábreytingar..

  1. Anonymous
    17.02.2011 at 15:57

    Æðislega sætt :)Ég er líka með svona skartgripahengi úr Tiger og finnst það æðislega flott.
    Ég vona að þú hættir ekki að blogga,mér finnst svo gaman að lesa það sem þú skrifar,ekki bara af því þú ert svo mikil smekkkona heldur líka af því að mér finnst þú oft orða hlutina svo skemmtilega,ég sit hérna oft flissandi 🙂
    Bestu kveðjur Sigga D

  2. Anonymous
    17.02.2011 at 17:12

    Æðislega flott, mikið er stelpan heppin að fá svona prinsessuherbergi! 🙂

    Kem reglulega á bloggið þitt og hef gaman að. Flott og skemmtilegt blogg hjá þér.

  3. Anonymous
    17.02.2011 at 18:04

    Rosalega fallegt herbergi 🙂 Finnst ótrúlega sniðugt að setja hillurnar í þessa hæð.

    Verð að vera sammála Siggu, vona að þú hættir ekki að blogg, elska að lesa bloggið þitt og finnst hugmyndirnar þínar alveg súper og ekki má gleyma að þú ert aaaaalgjööör snillingur 🙂
    kv. Jóhanna

  4. Auður
    17.02.2011 at 21:09

    þetta er bara ÆÐI 🙂

  5. Anonymous
    17.02.2011 at 23:55

    Algjört æði ! takk takk 🙂 þú gefur manni soddan innblástur !
    kv, Alma

  6. Anonymous
    18.02.2011 at 10:09

    Flott prinsessuherbergi. Gott að skoða bloggið þitt og fá hugmyndir. Þú ert greinilega að springa úr orku og athafnasemi. 🙂
    kv.
    Kristín

  7. Hjördís
    18.02.2011 at 12:05

    Æðislegt herbergið hjá þér og þú ert alltaf svo full af hugmyndum.

    Kv.Hjördís

  8. Anonymous
    18.02.2011 at 13:08

    Yndislegt herbergi litlu skottunnar. Sniðugt hvernig þú notar hillurnar sem borð, endalaus snilld hjá þér Soffía mín 😉

    knús,
    Helena

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *