..sem að hægt er að gera sjálfur!
Fann hér frekar sneðugt og einfalt DIY hérna.
Eins og áður hefur framkomið þá ég frekar hrifin af bókstöfum og tölustöfum. Svona er hægt að gera persónulega skerma í barnaherbergið eða bara hvar sem er.
Prenta út bókstafinn (hér var notast við 680 punkta stærð)
Líma stafinn innan á skerminn og teikna eftir með blýanti.
Notast síðan við mjóann pensil til þess að mála eftir stafinum, kannski væri hægt að nota líka penna ef að hann smitar ekki út frá sér. Örugglega best að byrja innan í stafinum frekar en með útlínunum, þá sérðu ef penninn/pensillinn smitar út frá sér.
Sniðugt er að líma flottan borða á skerminn til þess að setja punktinn yfir i-ið!
Brill og sneddý 😉
Photos and idea from : http://feltsocute.wordpress.com
sniðugt og einfalt.
Þakka þér fyrir margar góðar ábendingar um hvað sé hægt að gera til að fegra heimilið á ódýrann og einfaldann hátt.
kv.Stína, dyggur follower 🙂
Sniðugt
Hjördís
smart 🙂
kveðja
Kristín
Úúú sneddý, líka hægt að gera uglu skerm 🙂 Eða einhverja aðra mynd.
Kv Auður.