Vorstofan…

…eða sko vor í forstofu, þannig að mér fannst það viðeigandi 🙂

Í gær setti ég upp dásemdar vegglímmiðann frá VEGG, sem ég er svo ótrúlega hrifin af.  Því var kjörið að hrista gæruna, ekki mig – sko þessa á bekknum, og vora aðeins til í forstofunni 🙂

01-Skreytumhus.is - vegg

…mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að sjá svona.  Setja upp eitthvað nýtt, eins og í þessu tilfelli vegglímmiðann, og skilja ekkert í hvers vegna maður var ekki löööööngu búin að þessu…

02-Skreytumhus.is - vegg-001

…blessuð morgunsólin skein inn um gluggana og skapaði fallega birtu…

03-Skreytumhus.is - vegg-002

…en stjarnan á veggnum lýsir allan sólarhringinn og stendur sína vakt þrátt fyrir algert tilgangsleysi sitt í þessari morgunsól…

05-Skreytumhus.is - vegg-004

…mér finnst eins og þessi texti hafi sko verið einmitt það sem vantaði þarna inn…

06-Skreytumhus.is - vegg-005

…alveg hreint dásamlegur…

07-Skreytumhus.is - vegg-006

…ég ákvað að skella vorgreinum í vasa á gólfinu.  Svo til þess að reyna að sannfæra sjálfa mig að ég búi í útlandinu og hafi farið út og klippt greinarnar beint af trjánum…

09-Skreytumhus.is - vegg-008

…þetta er þó ekki hatturinn hans Davíðs, litli kallinn minn á þennan 🙂

12-Skreytumhus.is - vegg-011

…og svo alla þessa!  Hann er sko hattafrík og af þeirri ástæðu eru sko sérkörfur fyrir hatta og húfur undir bekknum…

13-Skreytumhus.is - vegg-012

…sko til!

Tips fyrir mömmur sem vilja sixpensara á gaurana sína, þeir fást oft í Rúmfó og Hagkaup á fínu verði.  Kaupi bara kallahattana og þeir smellpassa á minn gaur…

14-Skreytumhus.is - vegg-013

…þessa yndislegu “strandtösku” fékk ég síðan í Rúmfó, og hún er til í alls konar litum.  Ég æta að sjálfsögðu að nota hana í allri sólinni í sumar, og þess á milli, þá stendur hún á bekknum – minnir mig á sumarið sem er í vændum, og ofan í hana fara svona hinir og þessir hlutir sem eru í daglegri notkun.  Hundaól, sólgleraugu krakkanna og þess háttar – fegurð og notagildi – lofit…

15-Skreytumhus.is - vegg-014

…stundum bara fegurð!

16-Skreytumhus.is - vegg-015

…skipti meira segja út svarta hnettinum og setti þennan í sumarlitum í staðinn – gott að eiga svona marga heima að maður getur skipt á milli lita bara sísvona…

17-Skreytumhus.is - vegg-016

…og stærri er forstofan víst ekki…

21-Skreytumhus.is - vegg-020

…en hún er barasta ágæt og kommóðan sem er þarna í horninu, tekur alveg endalaust af hinu og þessu sem þarf að eiga heimili einhversstaðar…

23-Skreytumhus.is - vegg-022

…og auðvitað sumartaskan sæta…

24-Skreytumhus.is - vegg-023

…takk fyrir innlitið krúttin mín! ❤

25-Skreytumhus.is - vegg-024

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

9 comments for “Vorstofan…

  1. Gudridur
    06.05.2015 at 08:36

    ohh nú þarf ég að fara breyta í forstofunni okkar 😉 fæ allllltaf svo mikinn og góðan skreyti, breyti, diy og allskonar innblástur frá þér. keep on the good work! 🙂

  2. Margrét Helga
    06.05.2015 at 09:04

    Takk fyrir að leyfa okkur að kíkja inn til þín, krúttið mitt 🙂

    Frábær og vorlegur póstur!

  3. Vala Dögg
    06.05.2015 at 09:24

    Þetta er æði og ekkert smá hlýlegt, hvar fékkstu stjörnuljósið??

    • Soffia - Skreytum Hús...
      07.05.2015 at 21:50

      Kemur úr MyConceptStore 🙂

  4. Kolbrún
    06.05.2015 at 10:21

    Þessi lína setur nú alveg punktinn yfir i ið á forstofunni, dáist af því hvað þú ert framtaksöm þú gerir hlutina ég er alltaf að hugsa um þá en svo gerist kannski lítið ætla að taka þig til fyrirmyndar og laga nú forstofuna og ýmislegt fleira sem ég er alltaf alveg að fara að gera.
    Eigðu góðan dag

  5. Kristjana Axelsdóttir
    06.05.2015 at 10:49

    Dýrð og dásemd þessi forstofa hjá þér….

  6. Þórný
    06.05.2015 at 13:56

    Flottasta forstofan!!

  7. 06.05.2015 at 16:45

    I love it! Allt svo yndislega fallegt og “earthy” Krossinn er fallegur.

  8. Abba
    02.09.2015 at 11:54

    Hæ, hvaða litur er á forstofunni hjá þér?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *