Þeir sem vorinu heitast unna…

…ég er frekar ljóðelsk.  Ákveðin ljóð og textar eru bara þannig að þeir snerta strengi í hjartanu og vekja upp svo góða tilfinningu.  Í þau skipti sem að ég tók innlit hjá Púkó og Smart, þá var í miklu uppáhaldi hjá mér vegglímmiði sem þar var uppi.  Á honum stendur lína úr ljóðinu Nú Skil ég stráin eftir Davíð Stefánsson:

Þeir vita það best, hvað vetur er, sem vorinu heitast unna.

1-Skreytumhus.is vegg
Af einhverjum orsökum þá hreif þessi lína mig alveg upp úr skónum og ég var alltaf að hugsa um hana.  Þar sem ég get ekki lengur farið í Púkó & Smart og mænt á vegginn þá ákvað ég bara að verða mér úti um límmiða í staðinn, mar reddar sér sko!

Þessir límmiðar koma frá VEGG

34-Skreytumhus.is - vegg.2015 004441

og þær eru með sniðug myndbönd sem sýna uppsetningu á þessu og mér fannst kjörið að leyfa því að fylgja með, síðan eru líka mjög góðar leiðbeiningar á síðunni þeirra (smella hér)

 

…húsbandið reif síðan upp mælitækið góða, því hann er ekkert ef ekki nákvæmasti maður á Íslandi.  Fer alveg með taugarnar hjá honum þegar að ég stend og ca about-a alveg út í loftið 🙂

26-Skreytumhus.is - vegg

…besti vinur nákvæma mannsins…

27-Skreytumhus.is - vegg-001

…ég fór með gamalt kort ofan í einstakan barnasokk sem var orðinn atvinnulaus og strauk vel yfir límmiðann, til þess að gæta þess að hann festist vel á þynnra bréfinu…

32-Skreytumhus.is - vegg-006

…nú og svo var hægur leikur að festa þetta beint á vegginn 😉

28-Skreytumhus.is - vegg-002

….gleður húsbandið þessi nákvæmisvinna…

29-Skreytumhus.is - vegg-003

…og svo er bara að draga bréfið vaaaaaaarlega af…

30-Skreytumhus.is - vegg-004

…og gæta sín veeeeeeeel…

31-Skreytumhus.is - vegg-005

…og þá eru komin orð á vegg sem gleðja hjartað…

33-Skreytumhus.is - vegg-007

…og á morgun kemur framhaldspóstur, með allri forstofunni 😉

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

3 comments for “Þeir sem vorinu heitast unna…

  1. Margrét Helga
    05.05.2015 at 08:27

    Fallegt. Langar einmitt í einhvern fallegan texta á vegg hjá mér, á bara eftir að finna rétta textann 🙂

  2. Kristjana Axelsdóttir
    05.05.2015 at 10:27

    Vá!! þetta er flott og fallegur texti!

  3. Kolbrún Rósum og rjóma
    05.05.2015 at 20:55

    vá, en æðislega fallegt! Gaman að nota svona fallegar ljóðlínur, við eigum sko nóg af þeim Íslendingar!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *