Kitchen Aid – DIY…

Hafa ekki örugglega margar/ir horft á elsku Kitchen Aid vélina sína og spáð:  Vá hvað ég væri til í að mín væri skærrauð eða einhver annar litur.  En þar sem þetta er dýr og endingargóð vél þá veljum við oft öruggu leiðina og tökum hvíta. En með litlum tilkostnaði þá er hægt að breyta þessu öllu.
Þetta er auðvitað sérlega freistandi fyrir okkur sem eigum svona gamlar, fornvélar – eins og t.d. ég.  Svo eru þessara vélar næstum eins og skartgripur í eldhúsinu!
Í þetta þarftu:
  • Efni:
  • Hreinirefni
  • Tuskur
  • Gott sprey – mæli með Montana hjá Slippfélaginu
  • Glært sprey til þess að lakka yfir – aftur Slippfélagið
  • Málningarteip – Slippfélagið
  • Fínn sandpappír
  • Plastpokar/Vitaewrap
  • Verkfæri
  • Skrúfjárn

Leiðbeiningar:

1. Gott ráð er að taka nokkrar góðar myndir af vélinni áður, t.d. með símanum, og það hjálpar til þegar að allt er sett saman aftur.

2. Mikilvægt að þrífa vélina mjög vel, og gæta þess að hvergi séu neinar matarleifar eða þess háttar til staðar.

3. Byrja að taka í sundur vélina.  Fjarlægja endastykkið af toppinu, og festinguna fyrir skálina, þar að auki á að vera auðvélt að fjarlægja “silfurborðann” með merkingunni sem er á hausnum.  Venjulega er bara ein skrúfa sem festir hann.

4. Ef þú nærð ekki að fjarlægja silfurborðann, þá er bara að setja málningarlímband yfir hann og alla þá hluta vélarinnar sem þú vilt ekki fá sprey á.

Setur t.d. bara límband yfir skrúfurnar og skerð í kringum með hníf.

Bara að gæta þess að fá hreinann og fallegan skurð.

5. Þrátt fyrir að hafa fjarlægt festinguna fyrir skálina, þá skaltu samt setja límband yfir og gæta þess að sprey sé ekki að fara inn í vélina.

6. Þegar búið er að líma alla vélina upp þá er bara að fara yfir hana með mjög fínlegum sandpappír (hér var mælt með 120). Málið er að ná af vélinni glansanum til þess að tryggja að spreyjið nái festu, alls ekki að komast niður í stál.

7. Eftir að hafa farið yfir með sandpappír þá þarf að strjúka vel af vélinni allri, til þess að tryggja að hvergi sé rykagnir eða neitt slíkt sem hefur áfrif á áferð spreysins.
8. Þegar þú spreyjar þá er betra að gæta þess að fara nokkrar þunnar/léttar umferðir.  Þú græðir ekkert á að vera of nálægt og fá kannski tauma sem að leka niður.  Halda smá fjarlægð, passa að hafa hendina ávalt á hreyfingu á meðan spreyjað er.  Leyfa spreyi að þorna á milli umferða.
9. Eftir að hafa spreyjað vélina þannig að þú ert ánægð/ur með áferðina, þá þarf bara að “húða” hana með glæru lakki.  Leiðbeingar á brúsanum ættu að gefa til kynna hversu margar umferðir þarf og hversu langan tíma á milli.
Það er um að gera að gefa vélinni nokkra daga til þess að “jafna sig” eftir aðgerð þessa.  Sú sem spreyjaði þessa prufaði að potast aðeins í vélinni með nöglinni og náði að gera smá far í lakkið eftir 2 daga og það gaf henni til kynna að þetta þyrfti lengri tíma til þess að harna og verða tilbúið.
Ég veit að hann Garðar í Slippfélaginu, í Borgartúni, er með allt á hreinu í sambandi við svona mál – þannig að ég mæli með að hafa samband við hann eða þá snillinga í Slippfélaginu – þeir vita allt um svona sprey og þið fáið afslátt þar með því að nefna síðuna.  Einnig er alveg ótrúlega mikið af fallegum litatónum í spreyjunum þar og allir ættu að finna eitthvað fyrir sinn smekk.
Uppfært 22:00 – skilaboð frá Garðari í Slippfélaginu: Ég mæli samt með að nota grunn fyrst t.d plastic primer. Montana spreyin eru svo til í 205 litum og glæra lakkið er í 3 gljástigum.
Þessi póstur er þýddur frá Apartment Therapy og staðfærður að vissu leiti.  Ég hef ekki prufað þetta sjálf – en hins vegar á ég gamla vél og stefni á svona aðgerð.
Gaman væri líka að heyra hvernig ykkur líkar svona þýddir póstar og hvort að svona gagnist ykkur?  Annað hvort með kommentum eða litlu like-i!

5 comments for “Kitchen Aid – DIY…

  1. Margrét Helga
    28.04.2015 at 08:41

    Vá æði! Frábært að þetta sé svona einfalt 🙂 og geggjaður lítur á vélinni. Ég á einmitt Kitchen Aid hrærivél nema bara svona steingráa matta þannig að ég geri ekki ráð fyrir að fara út í svona aðgerðir…

    Takk fyrir skemmtilegan póst 🙂

  2. Kristín
    28.04.2015 at 09:17

    ohh ég á einmitt svona vél alveg eins á litinn sem mig langar svo að spreyja, hef bara aldrei lagt í það! Fínt að fá svona step by step leiðbeiningar 😀

  3. Vala Dögg
    28.04.2015 at 10:00

    Já vá skemmtilegu póstur. Ég er einmitt á leiðinni að kaupa mér NÝJA Kitchen aid og mig langar svoooo í pastel bláa en er agalega hrædd um að fá síðar leið á henni. Steingrá er öruggt val en hin er svo falleg..

    • Margrét Helga
      28.04.2015 at 13:16

      Mig langaði einmitt í svona kóngabláa Vala Dögg….er ofboðslega blá týpa 😉 Maðurinn minn fékk hins vegar að ráða og ég er mjög sátt við þessa gráu. Held samt að ég væri ekki komin með leiða á þeirri bláu í dag…hún er svooooo flott 😉

  4. Lilja
    28.04.2015 at 22:12

    Vá þetta er æði og mjög skemmtilegur póstur, líka þar sem þú ert með svo góðar leiðbeiningar hvar er hægt að fá allt í þetta hérna heima. Takk!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *