… í þessum pistli ætla ég að miðla smá “visku” til ykkar, sem sé smá stykki af visku 
Eitt af því sem að ég kíkji næstum alltaf eftir á búðarölti eru löberar á borðin hjá mér. Annað sem að augað leitar eftir eru síðan viskustykki (af hverju heita þetta viskustykki?). Hlutir kosta oftast ekki margar krónur en geta breytt miklu – og er ekki alltaf gaman að breyta smá til?
Eitt af því sem að ég kíkji næstum alltaf eftir á búðarölti eru löberar á borðin hjá mér. Annað sem að augað leitar eftir eru síðan viskustykki (af hverju heita þetta viskustykki?). Hlutir kosta oftast ekki margar krónur en geta breytt miklu – og er ekki alltaf gaman að breyta smá til?
Borð með löber og stórum skrautdisk…
Hér er síðan komin bakki á borðið og annar löber. En sjáið á bakkanum, þar kúrir eitt lítið viskustykki. Bara með því að skipta því út þá breytist svipur bakkans/borðsins. Kíkkum á:
Hér er síðan ljósblátt úr RL-Vöruhúsi (Rúmfó) 
Broste
Ljós löber á borðinu…
Að lokum skellti ég tré-diskamottu í bakkann…
Síðan fékk ég þessar servéttur og fannst þær svo æðislegar. Synd þegar maður finnur fallegar servéttur og þær eru bara notaðar rétt til að skreyta borð áður en sest er við það.
Þannig að ég ákvað að nota bara servétturnar sem skreytingu líka. Svo er sniðugt að nota kertin sem nytsamlegt “punt” – þau koma líka flott út í glervasa.
Þetta keypti ég í Crate and Barrel fyrir rúmu ári síðan, gæti verið gaman að nota þessar um páskana 
sniðug!! Ég er einmitt svo hrifin af fallegum servettum en svo eru þær nú ekki mikið notaðar. En eftir að ég fékk fallegann servettustand, skipti ég hiklaust út servettum í honum bara eftir því hvaða löber er undir eða litir í kring.
Alltaf gaman að sjá bakka-uppstillingar.
Alveg ótrúlega gaman að sjá hvað þú ert hugmyndarík og margar, margar flottar ábendingar sem þú kemur með. Bestu þakkir fyrir þetta flotta blogg. Kv., Guðrún
geggjaðar servéttur. Má ég spyrja hvar þú fékkst þær ?
kv, Alma.
Takk fyrir Stína, Guðrún og Alma :)…. og kærar þakkir fyrir að gefa ykkur tíma að kvitta.
Alma, þessar sérvéttur ættu að fást í blómabúðum sem að selja Brostevörurnar. Ef ekkert gengur þá geturu verið í sambandi við mig aftur og ég skal reyna að redda þeimf yrir þig
I’m excited to find this page. I wanted to thank you for your time for this fantastic read!!
I definitely savored every little bit of it and I have you saved to fav to look at new information in your website.