Innlit í 4 árstíðir…

…og ég veit varla hvar ég á að byrja!?!

22-2015-04-21-141826

Ég verð bara að segja að ég átti varla orð til í þessari heimsókn, yfir fegurð búðarinnar.  Mér leið eins og einhver hefði farið inn í hausinn á mér, og sótt drauma blómabúðina mína þangað.  Þessa sem að blómaskreytirinn sem býr innra með mér þráir að eignast og sinna…

01-2015-04-21-140532

…fegurðin og stemmingin tók á móti manni strax fyrir utan hurðina…

02-2015-04-21-140538

…með dásamlegum fylltum túlípönum og fallegum útstillingum…

03-2015-04-21-140548

…og inni – þar hefst ævintýrið fyrir alvöru…

04-2015-04-21-141355

…því að þetta er í raun eins og allt annar heimur sem umfaðmar þig…

05-2015-04-21-141403

…þarna er nostrað við hvert smáatriði – hverja skreytingu…

06-2015-04-21-141409

…alls staðar eitthvað sem heillar…

07-2015-04-21-141433

…þetta er nefnilega alveg eins og ég myndi helst óska mér.

08-2015-04-21-141447

Þetta er grófleiki, timbur – dökkir pottar – málmar – mosi, dásemdar mosinn – börkur, og annað slíkt.  Sem er svo yndisleg andstaða við fínleikann, fegurð blómanna – skærir litirnir – fínleg krónublöðin – gler, og allt þetta sem er í blómabúð.  Þetta eru andstæðurnar sem að vega hvor aðra upp, salt og pipar, gróft og fínt!

15-2015-04-21-141720

…eins og sést vel hér – orkídeurnar í glervösunum eru eins og perlur – eins og skart.  Njóta sín svo vel með öllum grófu pottunum 🙂

09-2015-04-21-141456

…heyrist það nokkuð á mér að ég sé hrifin? ♥

10-2015-04-21-141632

…sjáið t.d. ljósið þarna á bakvið!

11-2015-04-21-141646

…og öll þessi dásemdar blóm í fallegum pottum…

12-2015-04-21-141654

…svo ekki sé minnst á afskornu blómin í allri sinni fegurð…

14-2015-04-21-141711

21-2015-04-21-141820

…og allt svona líka fallegt…

16-2015-04-21-141743 17-2015-04-21-141748

…dásamlegar gjafavörur…

54-2015-04-21-143349

18-2015-04-21-141753

…og fallegir hlutir…

19-2015-04-21-141804

…það er eitthvað svo margt heillandi við þessa búð…

39-2015-04-21-14303974-2015-04-21-144245

…og þarna sést nú glitta í eina risastóra ástæðu fyrir því að búðin er eins og ævintýri…

20-2015-04-21-141815
…en það er einmitt þetta dásamlega tré sem hefur verið reist í miðri búðinni.  Árstíðatréð sem er skreytt á mismunandi hátt eftir árstíma…

25-2015-04-21-142147

…mér fannst líka ennþá dásamlegra þegar ég heyrði söguna um að tréð er smíðað úr dúkkukofa dætra eigandans.  Kofann átti að rífa og hann var orðin svona fallega mosagróinn og lúinn.  Barasta fullkomin í þetta verkefni að mínu mati…

64-2015-04-21-143755

…elsku orkídeurnar…

29-2015-04-21-142324

…og bara þessi uppröðun og stílfegurð í allra versluninni…

30-2015-04-21-142349 31-2015-04-21-142421

…ég held að orðið sem ég heyri þegar ég horfi á þetta er metnaður…

32-2015-04-21-142848

…það er eitthvað svo mikill metnaður sem að fylgir þessari blómaverslun og það er yndislegt að sjá…

35-2015-04-21-142910

…og engin svona “ljótudótahilla” eins og var svo oft í blómabúðum, í “gamla” daga.  Þegar eigendum fannst þeir “verða” að vera með ákveðna hluti bara til að reyna að selja þá.  Grínstyttur og þessa háttar 🙂

37-2015-04-21-142936

…alla vega þá verð ég að mæla með að þið kíkið og upplifið þetta á eigin skinni…

38-2015-04-21-143012

…því að það er erfitt að lýsa þessu í nokkrum orðum…

40-2015-04-21-143054

…en vona samt að myndirnar gefi þessu betri skil…

41-2015-04-21-143114

…lítil aðstaða þar sem hægt er að setjast niður og skoða bækur og blöð sem tengjast blómum…

48-2015-04-21-143237

…þessi kanna er alveg að fara með mig og ég er enn að hugsa um fegurð hennar 🙂

49-2015-04-21-143257

…hæ sæti kútur með krana…

50-2015-04-21-143309

…svo yndislegt…

51-2015-04-21-143319 52-2015-04-21-143326

….ohhhh þessi diskur  ♥

53-2015-04-21-143338
55-2015-04-21-143441

…þessar körfur eru náttúrulega sennilegast ólöglega fallegar…

58-2015-04-21-143524

…og dásemdar tréð…

59-2015-04-21-143619
62-2015-04-21-143657 63-2015-04-21-143710

…finnst t.d þessir einföldu hringir á veggnum æðislegir…

23-2015-04-21-142133

…sé þá t.d. fyrir mér í nokkrum stærðum á alveg risavegg í heimahúsi.  Held að það gæti orðið ofsalega flott…

65-2015-04-21-143806
…þessar litlu Maríur fannst mér líka yndislegar…

67-2015-04-21-143831 68-2015-04-21-143840

…hvað er svo ykkar uppáhalds?

69-2015-04-21-143934

…Ég verð að segja fyrir mig að ég get ekki valið!

Bara búðin í heild sinni heillaði mig alveg 🙂

70-2015-04-21-143937

4 árstíðir er staðsett í Lagmúla 4.  Þið keyrið að sama húsi og Miklaborg – fasteignasalan, inn á það bílastæði og strax til hægri.  Þá sjáið þið stórt skilti sem að vísar ykkur á réttan stað og alltaf nóg af bílastæðum!

Þori ekki annað en að setja inn leiðbeiningar svo að þið getið fundið þessa vin í eyðimörkinni  ♥


72-2015-04-21-144158

Hér er síðan Facebook-síðan þeirra 4 árstíðir!

Vona að þið eigið yndislegan dag og knúsar á línuna 🙂

46-2015-04-21-143153

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

7 comments for “Innlit í 4 árstíðir…

  1. Margrét Helga
    29.04.2015 at 08:41

    Vá! Æðisleg búð! Sammála að maður geti ekki valið einn uppáhalds hlut…það yrði þá bara að vera búðin í heild sinni. Ætla sko pottþétt að kíkja þangað…í næsta húsmæðraorlofi 😉

  2. 29.04.2015 at 08:41

    Verð greinilega að gera mér ferð í þessa dásemdarbúð og það besta er að hún er bara alveg í næsta nágrenni. Þá er næsti göngutúr planaður 😉

  3. Vaka
    29.04.2015 at 11:01

    Ég fór í þessa búð á sumardaginn fyrsta, að kaupa mér túlípana og ég (og reyndar öll fjölskyldan) féll alveg fyrir henni. Þvílík dásemd 🙂

  4. Heida
    30.04.2015 at 00:26

    Körfurnar eru geggjaðar sem og flest allt,takk fyrir að deila með okkur.

  5. Sjöfn
    22.05.2015 at 20:39

    fallegast blómabúðin á höfuðborgarsvæðinu !!

  6. Margrét Brynjólfsdóttir
    08.10.2018 at 10:50

    Þetta er dásamleg búð

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *