Gleðilegt sumar…

…og takk fyrir samfylgdina í vetur!

Þessi dagur er alltaf frekar yndislegur – hann ber með sér svo mikla von um bjarta tíð framundan, og eftir þennan vetur þá veitir okkur ekki af…

01-2014-07-11-181745

…enda er íslenskt sumar alltaf fallegt, jafnvel þó að það þurfi að draga fram lopann…

02-2014-05-30-115449

…eða vera í húfu og vettlingum…

06-2014-06-13-140410

…þá má njóta þess að setja lúpínur í vasa…

07-2014-06-17-185352

…týna falleg sumarblóm…

08-2014-06-21-170117

…og brosa bara og klæða sig aðeins betur…

09-2014-06-21-165739

…grasið verður grænt og blómin í haga…

10-2014-06-21-165013

…og fegurðin er í öllu í kringum okkur…

11-2014-06-21-164745

…í hinu minnsta smáblómi…

12-2014-06-21-164654

…svo ekki sé minnst á þá sem týna þau og færa þér…

13-2014-06-21-164352

…þetta er íslenskt sumar…

14-2014-06-21-163422

…og við fögnum því…

15-2014-06-28-205702

…skoðum og njótum…

16-2014-06-28-204107

…ferðumst um landið…

19-2014-07-11-154540

…bara muna eftir flíspeysu og stígvélum…

17-2014-07-08-162612

…nú eða ef við förum til annarra landa…

IMG_0451

…þá er bara að muna að ferðin er skemmtilegri í góðum félagsskap…

20-2014-08-06-152556

…með léttri lundu…

21-2014-08-06-152837

…og gleði í hjarta!

22-2014-08-06-153021

Gleðilegt sumar elsku þú!

Takk fyrir samfylgdina í vetur, fyrir að lesa óteljandi misgáfulega pósta, fyrir að DIY-a með mér, og breyta og skreyta.

Ég er þér, sem gefur þér tíma til þess að lesa, þakklát fyrir komuna, fyrir að taka þátt í þessu með mér og vona bara að þú hafir gaman af!

*knúsar*

Soffia

18-2014-07-11-190603

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

7 comments for “Gleðilegt sumar…

  1. Ragga
    23.04.2015 at 13:10

    Takk sömuleiðis Soffía fyrir samfylgdina í vetur og alla frábæru og fallegu póstana þína. Óska þér og þínum gleðilegs og góðs sumars.
    Kær kveðja Ragga

  2. Margrét Helga
    23.04.2015 at 13:27

    Takk sömuleiðis fyrir veturinn yndislega þú <3 Takk fyrir skemmtilega, hugljúfa, sorglega, fyndna, breytiskreytilega, og bara alla póstana sem þú hefur tekið þér tíma í að skrifa fyrir okkur. Veturinn hefur verið miklu betri og skemmtilegri fyrir vikið 😉 Kveðja úr sumarilminum í sveitinni (lesist: það er verið að dreifa skít á túnin 😉 ).
    Knús í hús

  3. Berglind
    23.04.2015 at 19:21

    gleðilegt sumar og takk kærlega fyrir að stytta mér stundina yfir öllum skemmtilegu póstunum þínum í vetur sem hafa ýmist veitt mér innblástur eða hreinlega bara gleði 🙂
    Vona að sumarið verði þér og þínum gott

    Kveðja
    Berglind

  4. Ása
    24.04.2015 at 08:11

    Gleðilegt sumar og takk fyrir yndislegu og skemmtilegu póstana í vetur..

  5. Guðrún
    24.04.2015 at 14:00

    Frábærar myndir. Gleðilegt sumar og takk fyrir skemmtilega pósta í vetur.

  6. Birgitta
    25.04.2015 at 20:25

    Takk fyrir yndislega og frábæra pósta í vetur.Megi sumar og sól umvefja þig næstu mánuði…hlakka til að fylgjast með þínum frábæru skrifum, þau veita sannarlega gleði……sumarknús…..Birgitta….

  7. Guðríður
    27.04.2015 at 07:29

    takk sömuleiðis fyrir frábæran “skreytum hús” vetur. Megi sumarið vera þér og þínum dásamlegt og færa þér mikinn skreyti-breyti-diy-ofl innblástur 😉

    G.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *