Pelagras…

…á meðan við erum með lítil kríli, eða í það minnsta hérna hjá okkur, þá er verið að handþvo hitt og þetta.  Pela, glös og þess háttar.  Við erum búin að vera að þvo og láta þetta standa á eldhúsborðinu á eldhúsrúllubréfi – ekki smart.  En vitiði hvað ég keypti, pelagras 🙂
Síðan finnst mér græni Stelton-inn minn verða svo sætur, hann er eins og ungamamma að passa hreiðrið sitt….
….mér finnst þetta í það minnsta sætara en eldhúspappír

…svo var svo gaman að fá smá grænann, svona til að minna á að vorið er vonandi þarna einhversstaðar á leiðinni, ákvað því að henda upp grænum bökkum og grænum eplum.
Því eins og við vitum allt er vænt sem vel er …..
…. grænt! 

6 comments for “Pelagras…

  1. Anonymous
    17.03.2011 at 13:02

    hvar fékk frúin svona fallegt pelagras…vantar einmitt eitthvað fallegt undir pela og svona barnadót 🙂
    kv.Margrét

  2. Anonymous
    17.03.2011 at 22:29

    Pelagrasið er algjör snilld! Miklu flottara en eldhúspappír;) Annars er ég líka hrikalega skottin í þessu flottu bökkum. Hvar fær maður svona flotta bakka?

    Kv.Hjördís

  3. 17.03.2011 at 22:41

    Takk fyrir Hjördís 🙂 Ég get nú sagt þér hvar svona fínir bakkar fást, þessi litli er reyndar gamall og er úr búð sem er hætt. En þessir með doppunum eru sko barasta úr RL-Vöruhúsi (Rúmfó) og kostuðu sko heilar 100kr stk 🙂

  4. Anonymous
    19.03.2011 at 16:43

    elska þetta blogg!!

    Er ekki hægt að fá svona pelagras á landinu? Kann bara ekki að versla á netinu :$

    Ég er búin að skoða bloggið þitt fram og aftur en finn hvergi hvar þú fékkst þessa fallegu bókstafi sem þú skreytir með, eins og í barnaherbergjunum.
    Mig langar svo í svona í stelpuherbergið hjá minni 🙂

    Kv.Valdís

  5. 20.03.2011 at 02:01

    Hæ Valdís, heyrðu nei – veit ekki til þess að pelagrasið fáist hérna heima, því miður 🙁 Stafirnir eru frá Pottery Barn Kids, þessir hvítu inni hjá Valdísi minni eru frá Toys R Us!

    Takk fyrir hrósið!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *