Bakkaðu aðeins…

…fór í Góða Hirðinn, og keypti bakka (oh my God, í alvöru??? – þú sem átt enga bakka!!!!!).
Sjálf á ég nokkra svona tekkbakka frá elskunni henni mömmu minni en þar sem að þessi var smá skemmdur og ekki frá mömmu, og kostaði bara 100kr – þá ákvað ég að gera hann að fórnarlambi!

Ég sem sé réðst á bakka greyjið, þar sem að hann lá varnarlaus á gólfinu og spreyjaði hann með hvítu.   Ég veit að margir tekk-unnendur taka andköf, en ég minni á – hann var skemmdur og ég á marga úr tekki sem ég lofa að breyta ekki, mmmkey?

Ég spreyjaði hann sem sé þannig að það sæjist áferðin á bakkanum.  Hann var samt svo berrassaður greyjið þannig að ég setti svona “script” á hann, eins og eru á óskapúðunum mínum!

Hvað finnst ykkur?  Á að kæra mig fyrir tjón gegn tekki?

Posted by Picasa

19 comments for “Bakkaðu aðeins…

  1. Anonymous
    25.03.2011 at 12:10

    Nei – frekar mikill bjargvættur á ónýtu tekki ! Mér finnst þetta snilld ! en hvernig gerðirðu scriptið ?
    Kv. Alma.

  2. Anonymous
    25.03.2011 at 12:35

    Nei það á sko ekki að kæra þig heldur verðlauna þig 🙂
    Mér finnst þetta sjúklega flott,hvar fékkstu svona skript?
    Kv Sigga Dóra

  3. Anonymous
    25.03.2011 at 13:32

    Luv it, og þessi stimpill setur alveg punktinn yfir i-ið.
    Kv. Auður.

  4. 25.03.2011 at 13:56

    Þetta er Gjöðveikt! Engin kæra frá mér 😉

  5. 25.03.2011 at 16:09

    Glæsilegt hjá þér bakkinn mun fallegri eftir en fyrir ekki spurning þú ert algjör snillingur!
    kveðja Adda

  6. 25.03.2011 at 16:31

    Alma og Sigga Dóra, þið kíkkið á seinni póstinn í dag. Þar eru script öpplýsingar 🙂

    og ástarþakkir fyrir kommentin allar, yljar mínu hjarta!!

    Knúsar á línuna!

  7. Anonymous
    25.03.2011 at 17:13

    Hrikalega flott hjá þér!

    Kv.Hjördís

  8. 25.03.2011 at 20:28

    Ogó flott Dossulingur 😀 þú ert snilli 😉
    Kv.Ólína

  9. 26.03.2011 at 00:15

    ógó flott 🙂

  10. Anonymous
    26.03.2011 at 04:59

    Mikið er þetta rosalega fallegt hjá þér!!
    Kv.Eva

  11. Anonymous
    26.03.2011 at 05:06

    p.s ekki áttu eitt stykki e-mail, langar svo rosalega að fá ráðleggingar hjá þér með smá breytingu 😉

    Kv.eva

  12. 26.03.2011 at 13:30

    Æji mikið eruð þið allar sætar *roðn*

    Takk fyrir!

    Eva, emailið mitt er soffiadogg@yahoo.com 🙂 Skjóttu!

  13. Anonymous
    29.10.2013 at 22:25

    vá æði!
    hvernig gerðirðu scriptið ?

    kv.Rakel

  14. Munda Jóna
    29.10.2013 at 22:56

    Þú ert Snillingur

  15. Sólrún H Jónsdóttir
    29.10.2013 at 22:59

    svakalega flott eins og allt sem þú gerir, þarf enga kæru á þetta 🙂

  16. Unnur Ben
    30.10.2013 at 10:23

    Mjög flott 🙂 en hvar fékkstu þessa kertastjaka meiriháttar flottir ??

  17. Ágústa karlsdóttir
    11.11.2013 at 23:57

    hvernig gerirðu þetta script

  18. Þuríður
    29.10.2014 at 16:41

    Þetta er fallegt,ég á helling af svona bökkum og lángar að gera svona “script” ég finn ekkert um þetta á síðunni þinni, gétur þú látið þetta koma aftur inn á síðuna ?

  19. Þuríður
    29.10.2014 at 16:43

    Hæ aftur ég er búin að finna þetta Script, fyrigefðu

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *