Innlit í Pier…

…og þá má með sanni segja að þar er vorið, sumarið og fegurðin komin í hús!

Ég tók hús á Pier á Smáratorginu, en sömu vörurnar eiga að vera til í öllum verslunum þeirra og svo auðvitað vel flestar í netversluninni sem er frábær: Pier á netinu (smella hér)…

Úlala og allt það…

006-2015-04-10-115516

…þarna féll ég með miklum dynk fyrir þessu hekl-hengi sem þið sjáið þarna yfir borðinu…

001-2015-04-10-115402

…ohhh þessi spegill gerir sennilegast hvaða dömu að prinsessu…

004-2015-04-10-115454

…komin svo mörg dásemdar húsgögn, alls konar týpur – og sjáið þessa 3ja hæða lukt…

063-2015-04-10-121314

…þessir mini sófar/bekkir, eru eitthvað svo dásamlegir! Ef ég væri með stórt hol eða gang, þá væri ég sko alveg til í að koma svona fyrir…

010-2015-04-10-115613

…og allir þessir hægindastólar – dæææææs…

011-2015-04-10-115638

…það sem er svo gott við hlutina í Pier, er að þeir geta gefið heimilinu svo mikinn karakter – þeir virka margir hverjir svo einstakir og spennandi – að það er bara gaman að nota þá með…

012-2015-04-10-115647

…þessi spegill, og borðið – og svo er fullt af svona bökkum með fallegu mynstri í botninn…

013-2015-04-10-115655

…þetta snagabretti fannst mér alveg æðislegt…

014-2015-04-10-115749

…og þessi – ég þarf varla að segja ykkur hvað ég fékk illilega í hnén…

015-2015-04-10-115812 016-2015-04-10-115829

…og í hvítu…

060-2015-04-10-121223

…ég var nánast komin með allt af þessu borði í innkaupakörfu – en sýndi fádæma stillingu og ákvað að ég hefði ekkert að gera við 15 blómakertastjaka, 4 hesta og 8 bakka – segið svo að ég sýni ekki sjálfsstjórn!

017-2015-04-10-115843

…sjáið bara kobbana, og uglubollurnar…

019-2015-04-10-115859

…og þessi blómakertastjakar…

020-2015-04-10-115903

…þessi bekkur – hann er sérlega fagur ásýndum…

021-2015-04-10-115916

…svo voru það allir dásemdar hnúðarnir…

022-2015-04-10-115925

…alls konar litir og alls konar týpur og allir finna þann eina rétta…

024-2015-04-10-115931

…ég er sennilegast að nálgast það að verða fjölblætingur – en lyklablæti er þar á meðan.  Taka svona festa við fallegan stjaka, eða setja í glerkúpul – loflí ❤

025-2015-04-10-115950

…stjakar og bakkar!  Eigum við einhvern tímann nóg?

026-2015-04-10-120030

…þessir eru flottir – en þetta er fyrir ilmolíur – mmmmmmm…

027-2015-04-10-120046
029-2015-04-10-120124

…ok – hér var það ást við fyrstu sýn!  Ég og þessi stóll – ég bara stóð og starði og sagði svo:
“má ég fá mér sæti, sæti?”

Hann sagði: “já” og sennilegast sæti ég þarna enn ef ég hefði ekki þurft að sækja barnið í leikskólann 😉

030-2015-04-10-120138

…skilti og bakkar…

031-2015-04-10-120146

…þarna vil ég sitja eins og prinsessa, í fögrum kjól með blævæng og láta einhver stjana við mig og raða upp í mig jarðaberjum með súkkulaði, takk!

032-2015-04-10-120155

…einhverjir aðrir mega síðan sitja í þessum, sem er líka bjúúúúútífúl…

034-2015-04-10-120214

…ég er mikið búin að vera að pæla hvar ég gæti nú troðið svona skilrúmi inn í húsið – ein pælingin er að setja þetta fyrir sjónvarpið, enda aldrei notað eða þannig 🙂

035-2015-04-10-120218

…þetta litla blómaskartgripaskrín fannst mér líka dásemd…

037-2015-04-10-120252

…og annar bekkur…

040-2015-04-10-120325

…blúnduglös og blúndudiskamotta = blúndan ég sátt…

043-2015-04-10-120516

…þarna kennir ýmissa grasa, og bakka og krukka og…

044-2015-04-10-120524

…ég er náttúrulega með stólablæti og sé þessa borðstofustóla í hyllingunum…

045-2015-04-10-120605

…og þessa hérna…

046-2015-04-10-120655

…kranakrukkur – húrra!

047-2015-04-10-120724

…þessi hvíti – hann mætti sko alveg eiga heima hjá mér!

048-2015-04-10-120734

…fyrir konur með púðablæti – þetta fer að verða alveglegt!

049-2015-04-10-120803

…dásemdar bekkur til þess að hafa við enda rúms, eða bara frammi í forstofu eða…

050-2015-04-10-120814

…nei sko, tek eitt af öllu takk – nema tvær luktir…

051-2015-04-10-120925

…öll þessi fallegu geymslubox, þau eru alveg að gera sig – allt svona vintage-fílingur…

054-2015-04-10-120949

…grófir keramikvasar, saman í grúbbu – það er bara bjútífúl…

055-2015-04-10-121019

…nei sko – hææææ…

056-2015-04-10-121043

…ef ég ætti stærra hús, þá myndi ég fá mér svona!
Þeir eru viðarlitaðir og svartir og hvítir og bara fallegir.  Inni í stofu með gæru á veturnar, en á sumrin þá hengir maður þá út á pall eða í tré í garðinum – já takk…

058-2015-04-10-121133092-2015-04-10-122246

…þessir speglar náðu mér sko alveg – ferlega flottir, t.d. til þess að blanda með í myndagrúbbu…

061-2015-04-10-121245
…mér finnst alltaf svo falleg svona borðakefli, og þegar ég sá þessi – þá datt mér í hug smá DIY sem væri hægt að fara í með akkurat þessa borða – hmmmm…

064-2015-04-10-121325

…sumarlegir og sætir…

065-2015-04-10-121327

…datt í smá dagdrauma um að setja svona kommóðu inn í herbergið hjá dömunni minni…

066-2015-04-10-121337

…og er hægt að eiga nóg af kertastjökum? – tjaaa maður spyr sig!…

067-2015-04-10-121408

…þessi gæti nú orðið dásamlega krúttaður í barnaherbergi…

068-2015-04-10-121427

….meiri bakkar!

069-2015-04-10-121530

…og þessir kollar/stigar!  Um það bil tveimur númerum of dásamlegir…

070-2015-04-10-121546

…bóhem skemill – like…

071-2015-04-10-121556

…sé þessa hillu alveg fyrir mér í barnaherbergi – eða, og pælið í því, inni á baði með naglalökkum og öðru slíku.  Bara falleg…

073-2015-04-10-121627
…bastbakkar eru alltaf sumarlegir…

076-2015-04-10-121705

…óóóó þessi klukka…

079-2015-04-10-121742

…og þetta borð!

080-2015-04-10-121831

…ítölsk stemming – og ekkert amalegt við það…

081-2015-04-10-121906

…tók mér bessaleyfi að draga þannig löber út á gólf og sýna ykkur.  Ég á einn svona og hef átt síðan sautjánhundrað og súrkál, hann er æði!  Sérstaklega flottur um jól ❤

082-2015-04-10-121942
…meira af dásemdar húsgögnum…

086-2015-04-10-122048

…og þessi stóll og þessar luktir…

087-2015-04-10-122102

…svo eru það þessir stólar – ég hef látið mig dreyma um þá í nokkur ár núna…

088-2015-04-10-122111

…sagði ykkur þetta með fegurðina í keramikvösunum saman, ekki satt?

089-2015-04-10-122134

…litli búdda í pælingum um hvernig hann komist út úr glerkúplinum…

090-2015-04-10-122205

…önnur skemmtileg leið til þess að nota blómakertastjakana…

093-2015-04-10-122319

…meiri lyklar fyrir Lykla-Soffiu, frænku Lykla-Péturs…

096-2015-04-10-122408

…hjörtu – dásamleg á kertastjaka og annað slíkt – sumarleg og falleg…

098-2015-04-10-122441

…sjá þetta broddgaltarkrútt! og þessan ramma! og þessa lykla!

100-2015-04-10-122533

….fjúúúúúúú – er það bara ég sem er alveg búin eftir þetta allt saman?

Dásamlega fallegt!  Ég sá nokkra hluti sem falla undir bráðnauðsynlegan óþarfa og mig vantar að eignast.  Einn hlutur fékk líka að fara með mér heim, smelllpassaði inn í stúss hjá mér hérna heima fyrir – meira um það síðar 🙂

En hvað var þitt uppáhalds? ❤

101-2015-04-10-122627

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

8 comments for “Innlit í Pier…

  1. AnnaSigga
    15.04.2015 at 08:18

    sæl,

    Allt æði !!! en lótusblómið er uppáhalds ég á reyndar svoleiðis … en langar í annan …. oog svo voru nokkur stk af kommóðum þarna sem mig langaði í 🙂 … 🙂
    ég ætti kanski að kíkja aftur í Pier í dag … 😀
    kv AS

  2. Guðrún
    15.04.2015 at 08:48

    Pier er svo mikið uppáhald…, það er stórhættulegt (fyrir pyngjuna) að fara þangað inn nema með sjálfstillinguna mjög vel virkandi 😉 Takk fyrir alla skemmtilegu póstana, bæði þennan og aðra, þeir eru algjörlega ómissandi og þú ert bara flottust 🙂

  3. María
    15.04.2015 at 09:57

    Þessi póstur var svakalegur hjá þér, það er ekkert smá mikið af flottum hlutum sem þú náðir að sýna okkur í einum pínkulitlum pósti…

  4. 15.04.2015 at 14:16

    Vává hvað þetta er allt fallegt ,gaman að skoða hjá þér ..:)

  5. Margrét Helga
    15.04.2015 at 14:51

    Er þér alvara??? Setur inn tæplega 70 myndir og spyrð hvað var uppáhalds!!! 😀 (Og já, ég taldi þær 😉 ) Yndislegt að skoða þessar dásemdarmyndir hjá þér en glætan spætan að ég geti valið eitthvað uppáhalds!! Þetta er allt saman æði 😉 Takk fyrir frábæran póst!! Get varla beðið eftir að komast í Pier 😀

    Knús í hús!!

  6. Harpa Hannibalsdóttir
    15.04.2015 at 16:03

    Já sæll ákvað bara að handjárna mig hérna heima, svo ég færi ekki á límingunni. Hvílík fegurð og ekki hægt að benda á eitthvað eitt 😉 Best að halda sig á mottunni. En þessi póstur var bara æðislegur.
    Þú ert bara snillingur Soffía.

    Knús í hús <3

  7. Rannveig Ása
    15.04.2015 at 18:37

    Maður minn! Ég sé að ég þarf að gera mér ferð í þessa búð! Þú ert auðvitað snillingur í að kveikja í manni þörfina fyrir alls konar dúlleríi 🙂
    Mér finnst þetta allt fallegt og vildi óska að ég hefði meira pláss, en það sem heillaði mig mest og ég ætla að fá mér eru hekluðu diskamotturnar. Vá vá vá!
    Takk, Soffía snillingur, fyrir að ta’ os en tur um búðina 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *