…eða í það minnsta nánari útskýring á þessum pósti 🙂
Þrátt fyrir að ég hafi ekki verið sátt við vegginn svona, og breytti honum um leið,
…þá var ég búin að útbúa rammana og förum aðeins nánar í þá.
Uglumyndin er sú sama og var áður í herberginu, ég bara færði hana í annan ramma.
Þetta er bara klippimynd sem að ég bjó sjálf til, notaði skrapppappírinn góða og klippti þetta til fríhendis, enda ekki flókin mynd 😉
Síðan var það skrímslið góða. Innblásturinn var gjafapappír sem fékkst í Söstrene Grenes. Ég valdi það skrímsl sem að mér þótti sætast og ekki var verra að hann var rauður eins og ramminn, og mig langaði í meiri rauðann lit inní herbergið..
..þannig að ég tók bara A4 blað og braut það saman í miðjunni. Síðan teiknaði ég útlínur af hálfu skrímsli að brotinu og fékk þannig “jafnt skrímsli” 🙂
Augun fást líka í Söstrene.
…í bláa rammanum er einfaldlega bara sætur skrapppappír!
…aftur skrapppappír, ásamt stöfum sem fengust í Europris og litli bambinn er kort sem að litli maðurinn fékk á pakka þegar hann fæddist. Endilega nýta þessi fallegu kort sem að flæða inn á heimilin og nota þau sem “list”!
Rammarnir eru allir úr Ikea.
Sniðug ertu;)
Þetta er kanski allt voða einfalt og allir ættu að geta það, en hæfileikinn er að opna hugmyndaflugið og láta sér detta þetta í hug.
big like.
Oh svo sætt. Nauðsynlegt að hafa eitt góðlegt skrímsli með, luve it 😉
Kv. Auður.
Rosalega flottur pappír, var hann nokkuð dýr?
þú ert snillingur systir góð !
Takk, takk, takk og takk 🙂
Þið eruð æðislegar allar!
Pappírinn var billegur, undir 200kr rúllan.
*knús
Sæl,
Datt í hug að sýna þér þetta. Hilla sem búið er að skreyta. Finnst þetta frekar flott.
http://www.facebook.com/home.php#!/photo.php?fbid=10150143983261101&set=a.10150143980766101.330457.48468446100&theater
kv. Gulla sem þú þekkir ekki neitt 🙂
Bara frábærlega cool,þessi verk,skrímsli og lita gleði færir manni gleði líka.
Takk að þú gefir manni af þér svona fallega sköpun….)
Dásamlegt! ÓTrúlega flott. En mig langar að vita, hvar fæst svona mjúkur Viddi?
kær kveðja, mamma bósa og vidda sjúka drengsins
Hæhæ,
mjúkur Bósi og Viddi eru úr Disneybúðinni í Kanada 😉 Fást í öllum Disneybúðum held ég!
kv.
Rosa flott og sniðug hugmynd en hvar fékkstu tréið sem er á veggnum?
kv,
Sigrún Skúlad.
Sæl Sigrún,
Tréð er vegglímmiði og fékkst í Target í USA, hann er til núna hjá Amazon, skal henda inn link á forsíðuna á morgun 🙂